Stjórnarfundur 9. janúar 2024

9. janúar 2024

Mætt: Ólöf Birna Jensen
Gísli Páll Guðjónsson
Jóhann Daníelsson
Lilja Einarsdóttir

  • Desember fundur Ólafar Birnu formanns, með Örnu Láru, bæjarstjóra féll niður. Næsti fundur er áætlaður 22. janúar.
  • Hverfisráðið bað um að einstefnuskilti frá bílastæði við kirkju og út á þjóðveg yrði fjarlægt, til þess að öll umferð um bílastæðið þyrfti ekki að fara framhjá grunn- og leikskóla. Það hefur nú verið gert.
  • Engin viðbrögð hafa borist um færslu grenndargámanna. Ábending frá Hverfisráði að þeir yrðu færðir við hlið grunnskólans. Þorleifur hafnarvörður ætlar líka að ýta á þetta, því ekki er vilji fyrir því að þeir séu staðsettir á höfninni eins og nú er.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?