Stjórnarfundur 9. apríl 2024

9. apr. 2024 18:00 | Fundur Hverfisráðs.
Þátttakendur:
Ólöf Birna Jensen, Lilja Einarsdóttir og Ólafur Halldórsson

 • Gæludýr
  Rætt en ekkert aðhafst að sinni og viðkomandi verður bent á rétta leið.
 • Ruslatunnur
  Fleiri ruslatunnur vantar í þorpið. Erum þá með ruslatunnur sem eru festar á ljósastaura i huga. Tunnur vantar á Eyrargötu, fleiri á Hjallaveg, tunnu við flugvöllinn (gatnamót Hjallavegar og Hjallabyggðar) og við sinn hvorn endann á göngustígnum í hlíðinni og eins vantar alveg tunnur í Sætún/Túngötu og við Markússínu/Smábátahöfn. Eins að tunnurnar yrðu málaðar í skemmtilegum myndum/litum af listrænum grunnskólabörnum. Fengist fjármagn frá Ísafjarðarbæ til þess?
 • Sumarróló
  Arna Lára ætlar að hafa samband við Lilju Rafney til að láta hana vita stöðu málsins varðandi bátinn á Sumarróló. Við viljum að það verði gert strax.
 • Sumarfrí, ég legg til að hverfisráð verði í sumarfríi júní, júlí og Ágúst en kallað verði til fundar ef talin er þörf á því, næsti fundur yrði því 3.september 2024 kl 18:00
  Það var samþykkt.
 • Bensínafgreiðsla á Suðureyri
  Engin olíufélög sækjast eftir því að setja upp tanka hér á Suðureyri. Björgunarsveitin Björg er líka að ýta á þetta. Ólafur ætlar að halda á með þetta og reyna að ná samvinnu við Olís. Ísafjarðarbær stendur ekki í veginum.
 • Farið yfir reglugerðir sem Bryndís sendi Ólöfu þegar Ólöf óskaði eftir upplýsingum.
 • Hvenær er best fyrir okkur að halda aðalfund?
  Ákveðið að halda Aðalfund 1. okt. n.k.
 • Sláttur - við viljum fá að sjá sláttur planið ÁÐUR en það verður samþykkt og sent til verktaka.
  Aðgerðaratriði
Er hægt að bæta efnið á síðunni?