Stjórnarfundur 7. maí 2024

Fundur 7 maí 2024 kl. 18:00

Mættir eru: Ólöf Birna Jensen, Ólafur Halldórsson, Jóhann Daníelsson og Lilja Einarsdóttir

 • Skammtíma þrengingar við skóla ekki komnar.
  Í vetur var talað um að um leið og snjóa leysti myndu koma blómaker eða annað sambærilegt til þrengingar á Túngötu (vistgötu) meðfram tjörninni og skólalóð. Mikill hraðakstur hefur verið á götunni í vetur þrátt fyrir 15km. hámarkshraða og hefur aukist með batnandi færð og veðri. Við viljum þrengingar ÁÐUR en slys verður. 
 • Hraðahindranir innanbæjar
  Ekki er búið að setja niður hraðahindranir innanbæjar, en Vegagerðin er búin að setja niður sínar.
 • Engar fréttir af langtíma framkvæmdum um þrengingar við skólalóð.
  Finna þarf varanlegar þrengingar/framkvæmdir til að koma í veg fyrir hraðakstur við skólalóð.
 • Sparkvöllur við fótboltavöll.
  Skipta þarf, sem allra fyrst, um efni á sparkvelli við fótboltavöllinn. Efnið sem þar er, veldur því að allt og allir sem þar eru verða kolsvart og föt eyðileggjast.
 • Það þarf að laga girðinguna sem á að halda sauðfé frá bænum.
  Bæði fyrir ofan þorpið sem og við brjót. Þetta þarf að gerast áður en sauðfé er hleypt á beit.
 • Hverfisráðinu barst til umsagnar lóðir við Höfðastíg. Við gerum engar athugasemdir en styðjum Íþróttafélagið Stefni í að passa þurfi upp á grasvöllinn á meðan framkvæmdir standa yfir.
 • Hverfisráðið fékk spurningu frá bæjarritara, varðandi jólaljós og skreytingar. Því var svarað þannig að vilji væri fyrir því að jólaljós yrðu á öllum ljósastaurum á Aðalgötu (sambærileg og á Silfurtorgi) og lýstar skreytingar í öllum blómakerjum sem eru í notkun yfir sumartímann.
 • Ólöf Birna fékk símtal frá Sighvati varðandi slátt, hann sagði að planið væri mjög svipað og það var síðast en hann hefði bætt við slætti í kringum tjörnina. Ólöf benti honum á að það mætti samt ekki slá sefið. Sighvatur vildi einnig meina að ekkert mál væri að lagfæra planið ef athugasemdir koma. Við vildum fá að sjá slátturpplanið en höfum ekki fengið það enn og ítrekum því þá beiðni. Ólöf ræddi einnig mikilvægi þess að slá svæðið við stigann ofan við Aðalgötu sem liggur upp að Hjallaveg.
 • Stiginn upp á Hjallaveg þarf viðhald og það sem fyrst, áður en slys verður.
 • Stór hola á göngustígum frá stiganum niður að Aðalgötu eftir framkvæmdir. Hún er óvarin að hluta og því mjög auðvelt fyrir börn að detta þar niður í leik. Hver ber ábyrgð á þessari holu og afhverju hefur ekki verið fyllt upp í hana?
 • Ítrekum fyrri beiðni Ólafar Birnu við bæjarstjóra, að fjölga ruslatunnum í þorpinu.
 • Götusóparinn. Við viljum að Suðureyri verði í forgangi í ár, þar sem við vorum sett aftur fyrir Bolungarvík síðast, sem er allt annað sveitarfélag.
 • Varðandi bátamálið á Sumarróló. Formaður óskaði eftir svari Umhverfisstofnunar, varðandi bátinn Ágústu Ís. sem staðsettur er á Sumarróló, fyrir fund formanns með bæjarstjóra og bæjarritara í apríl. Ekki var hægt að verða við því og því leitaði Ólöf annarra leiða til að fá að sjá bréfið. Svarbréfið frá Umhverfisstofnun barst bænum milli jóla og nýárs en hverfisráðinu var aldrei fengið þetta bréf heldur einungis tjáð innihald þess. Bæjarstjóri tjáði Ólöfu að ekki fengist undanþága fyrir bátinn í núverandi ástandi og okkur fengið að velja nýtt leiktæki. En við viljum taka það fram að við leggjum ekki sama skilning á svar Umhverfisstofnunar og þær, þar sem aldrei hafi staðið til að fá undanþáguna á bátinn í núverandi ástandi, heldur ef hann yrði lagfærður. Hverfisráðið er ósátt og okkur finnst sem að það hafi átt að keyra það í gegn að kaupa nýtt leiktæki og fjarlægja bátinn. En við viljum að allra leiða verði leitað til þess að báturinn verði gerður upp, þar sem hann hefur sögulegt gildi og er aðdráttarafl fyrir leiksvæðið og ferðamenn.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?