Stjórnarfundur 5. mars 2024

Hverfisráð Súgandafjarðar – stjórn

5. mars 2024

Þátttakendur: Lilja Einarsdóttir, Jóhann Daníelsson og Ólöf Jensen

 • Hvernig eru verkferlar varðandi söltun og söndun í bæjarfélaginu?, alltof oft að það sé verið að hringja margsinnis en samt komið töluvert seinna en þörf er á.
 • Framkvæmdir sem þarf fyrir sumarið
  • Gera blokkina fallegri/sinna viðhaldi á henni og laga rusla mál í kringum hana
  • Ganga frá í kringum nýbyggingar á Aðalgötu, laga þau svæði sem mokuð voru í sundur þar í kring og gera meira aðlaðandi.
  • Laga tröppur sem fara upp á hjallaveg, hann er orðinn illa farinn og þar sem ekki hefur verið sinnt viðhaldi þá er timbrið orðið lélegt.
  • Blómaker á vanalega staði við Aðalgata, Sjöstjarna, Sunnuhlíð og bæta við blómakerjum við smábátahöfnina til að fegra svæðið á leið inn í bæinn, passa þarf svo upp á vökvun allt sumarið.
  • Hirða rósarrunna við Eyrargötu og (eru sitthvoru megin við innkeyrsluna á bollu verksmiðjunni) Aðalgötu (þessi er á milli byggingarinnar og fisherman's kaffihúsins)
  • Halda við göngustíg við varnargarð með því að snyrta hann og saltbera
  • Hreinsa gangstéttar og saltbera
  • Mála gangbrautir viðs vegar um bæinn
  • Hreinsa upp úr ræsum fyrir haustið
  • Gera aðlaðandi í kringum tjörnina, komin tími á að laga hleðsluna í kringum hana og setja gangstéttar á það svæði eins og talað var um.
  • Setja upp þrengingar sitthvoru meginn við skólasvæði og helst sitthvoru megin við leikskólann líka
  • Gott væri ef sóparinn kæmi snemma um leið og snjór er farinn og svo aftur um mitt sumar
  • Það þarf að sinna viðhaldi á leiktækjum á skólalóð
  • Það þarf að sinna viðhaldi á leiktækjum á Sumarróló og skipta út leiktækjum sem er orðið að slysahættu.
  • Sjöstjarna þar þarf að fara í jarðvegsvinnu, grasflöturinn orðinn illa farinn og ójafn
  • taka hellur við minnisvarðann og setja möl í staðinn til að minnka slysahættu.
  • Sundlaug
   • Mála og viðhalda sundlaug og girðingu að utan
   • Nýir snagar of lágir fyrir fullorðna, fötinn liggja í bleitunni ef fullorðnir hengja þar á
   • Það þarf að endurnýja bekki í klefunum
   • það þarf læsta skápa í klefanna
Er hægt að bæta efnið á síðunni?