Stjórnarfundur 5. desember 2023

Hverfisráð Súgandafjarðar
Grunnskólanum á Suðureyri
Dags: 05.12.2023 kl 18:00

Mættir voru Jóhann Daníelsson, Gísli Páll Gíslason og Ólöf Birna Jensen Forföll: Lilja Einarsdóttir og Ólafur Halldórsson

Umræður:

  • 30 skilti inn í bæinn er þannig staðsett að samkvæmt lögum er ekki 30 km hámarkshraði í sætúni heldur 50km.
  • Hrönn Garðarsdóttir er að vinna í að athuga hvort hægt verði að fá undanþágu fyrir bátinn á sumarróló, Ólöf sendi henni myndir til að hafa með umsókninni.
  • Við fengum tölvupóst varðandi ljósastauranna að margir þyrftu yfirhalningu, haft var samband við Orkubú Vestfjarða og lofuðu þeir úrbótum fyrir jól, ánægjulegt var að sjá þá að störfum í bænum í vikunni.
  • Rætt var um að það þyrfti að fá skápa í fataklefann í sundlauginni, of mikið um það að fatnaður væri tekin í misgripum eða hreinlega stolið.
  • Gott væri ef unnið yrði í göngustígum í firðinum þá er annarsvegar verið að tala um út við brjót þar sem nýja vatnslögnin kemur niður frá flugvellinum og hins vegar frá flugvellinum og upp að vatnstank. Þetta er fínar gönguleið og gott ef yrði búið um það svæði sem slíkt.
  • Grétar Eiríksson bauðst til að leyfa okkur að bitra fundargerðir inn á fb síðu hans, sem var afþakkað.
  • Farið var yfir loftmynd af vistgötunni og fært inn merkingar varðandi það svæði og hvað við værum til í að sjá gert í náinni framtíð, eins og til dæmis þrengingar, gangstéttar og gangbrautir. Þetta verður kynnt á fundi með Örnu Láru bæjarstjóra.

Fundaritari: Ólöf Birna Jensen

Er hægt að bæta efnið á síðunni?