Stjórnarfundur 4. mars 2015

Fundur í Hverfisráði Súgandafjarðar haldinn í kaffisal Íslandssögu miðvikudaginn 4. mars 2015. Fundurinn hófst kl. 20:00. Formaðurinn Aðalsteinn Egill Traustason setti fund inn og stjórnaði honum. Mættir voru: Petra Dröfn Guðmundsdóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir, Einar Ómarsson og Magnús S. Jónsson. Fjarverandi Valdimar Jón Halldórsson og Kolbrún Elma Schmidt.
1. Rætt var um heimsókn formanns umhverfisnefndar á síðasta fundi og hverju hún hefði skilað. Enn liggur ekki fyrir hvaða niðurstaða verður á því að leyfa akstur stórra flutningabíla í gegnum þorpið, verður Aðalgatan gerð að tvístefnugötu, Eyrargatan lengd eða aðrar lausnir fundnar. Voru menn sammála um að frekari upplýsingar, vinnu og kynningu þurfi áður en ákvörðun verður tekin. Bíðum við eftir frekari upplýsingum um framvindu málsins.
2. Önnur mál.
Fyrirhugað er að kanna meðal bæjarbúa hvað brennur helst á þeim varðandi betri byggð í Súgandafirði þ.e. hvað þarf að lagfæra til að bæta útlit og ímynd þorpsins. Verður bæjarbúum gefinn kostur á að skila hugmyndum sínum í Hugmyndabanka. Leyfi hefur fengist fyrir að hafa kassann í húsi Sparisjóðsins á Suðureyri. Dreifibréf með kynningu á þessari framkvæmd verða send í húsin á Suðureyri.
Ýmis fleiri mál voru rædd s.s. snjómokstur vegna öryggismála skóla og íþróttahúss, vesturhlið, fjárráð Hverfisráðs, frágang við Túngötu (malarkafli) við Tjörn og það svæði ásamt bílastæðum við kirkju og skóla. Skipulag leikvallar við Aðalgötu/Freyjugötu, göngustíga í kring um þorpið o.fl. Einnig mikilvægi þess að ljúka við frágang í kring um leikvöll skóla. Ákveðið að reyna að fá frekari upplýsingar frá Ísafjarðarbæ varðandi þessi verkefni.
Fleira ekki gert , fundi slitið kl. 21:30
Magnús S. Jónsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?