Stjórnarfundur 2. maí 2017

Viðstaddir: Aðalsteinn Traustason, Þormóður Logi Björnsson, Magnús S. Jónsson og Valdimar J. Halldórsson.

Fjarverandi: Einar Ómarsson og Elísabet Margrét Jónasdóttir.

Dagsrá fundar var:

  • Aðalfundur
  • Önnur mál7

Ákveðið var að hafa aðalfund Hverfisráðs Súgandafjarðar 24. maí í kaffisal Félagsheimilisins kl. 20:00 og er hann að sjálfsögðu opinn öllum.

Önnur mál:

Formaður ætlar að athuga hvenær Ísafjarðabær muni hefja vinnuna við leikvöllinn.

Ákveðið var að hafa opinn fund í lok ágúst eða byrjun september í haust þar sem Hverfisráðið býður Nichole Musti að segja frá starfi sínu í Hverfisráði Breiðholts og ræða við þorpsbúa um íbúalýðræði. Á fundinum verða einnig tillögur að lögun umhverfis við Túngötuna, fyrir framan kirkjuna og við skólann, til sýnis fyrir þorpsbúa.

 

Suðureyri 3.5.2017

Valdimar J. Halldórsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?