Stjórnarfundur 13. janúar 2022

Mætt voru á fjarfund Sædís Ólöf Þórsdóttir, Grétar Eiríksson, Elísabet Margrét Jónasdóttir, Emilía Agata Górecka, Sara Hrund og Aðalsteinn Egill Traustason.

Sædís stýrði fundi og fundargerð ritaði Aðalsteinn Egill Traustason.

Fundur hófst klukkan 20:06 og var dagskrá og umræða eftirfarandi:

1. Formaður fer yfir vinnu Ísafjarðarbæjar og hverfisráða þess og niðurstöður er varðar störf hverfisráða. Farið var yfir aðdraganda og framvindu málsins. Formaður vinnur málið áfram.

2. Fundardagur ákveðinn fyrir fundi hverfisráðs Súgandafjarðar fram á vor. Ákveðið var að funda í fyrstu viku hvers mánaðar á miðvikudagskvöldum klukkan 20:00.

3. Úthlutun verkefna til tveggja ára. Vangaveltur um mögulegar framkvæmdir voru ræddar. Ákveðið var áframhald á uppbyggingu á tjaldsvæði.

4. Framkvæmdir við Túngötu, nýjustu fréttir, eða ekki fréttir. Ekki hefur verið staðið við það sem rætt var af hálfu bæjarins. Formaður vinnur málið áfram.

5. Borist hefur ábending til hverfisráðs varðandi ræktina. Er möguleiki á því að breyta opnunartíma ræktarinnar og starfsemi, hægt að koma á lyklaaðgengi fyrir notendur? Hvað með sundlaug á skólatíma?Ákveðið var að senda bréf til bæjarins um að sett verði upp aðgangsstýring að rækt utan opnunartíma.

6. Borist hefur ábending til hverfisráðs varðandi mokstur á gangstéttum og lokun við Aðalgötu. Umræða fór fram um mokstur á nokkrum stöðum í bænum. Hverfisráðið óskar eftir því að gangstéttir í þorpinu verði mokaðar eins og t.d. gengur og gerist á Ísafirði.

7. Tímasetning fyrir Aðalfund, hvernig getum við haldið Aðalfund. Tillögur?
Ákveðið var að halda ekki aðalfund fyrr en eftir sveitastjórnakosningar 14. maí 2022.

8. Önnur mál:Rætt var um lagningu á heitavatnslögn. Hverfisráðið vill óska eftir frekar upplýsingum frá framkvæmdaraðila þá t.d. hvað varðar mat á aurskriðum. Mætti nýja lögnin vera meðfram gömlu lögninni?

Engin önnur mál voru rædd.

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 21:18.

Fundaritari, Aðalsteinn Egill Traustason

Er hægt að bæta efnið á síðunni?