Aðalfundur 24. maí 2016

Aðalfundar í Hverfisráði Súgandafjarðar

haldinn miðvikudaginn 24. maí, kl. 20:00

í félagsheimilinu, Suðureyri.

 

Viðstaddir: Aðalsteinn Egill Traustason, Einar Ómarsson, Þormóður Logi Björnsson og  Valdimar Jón Halldórsson.

Fjarverandi: Magnús Sigurður Jónsson og Elísabet Margrét Jónasdóttir.

Einn fundargestur mætti á fundinn.

 

Dagskrá fundar:

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins og nefnda á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Breytingar á samþykktum félagsins.
  4. Kosning tveggja manna í stjórn til tveggja ára.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
  7. Verkefni næsta árs.
  8. Önnur mál: Fjárfestingar ársins 2017.

Árið 2016 var að vissu leiti tíðindalítið ef tekið er mið af árinu 2015. Helstu verkefni ársins snéru að hönnun á þremur svæðum á eyrinni en þau eru tjörnin, sumarróló og svæðið í kringum skólann og kirkjuna. Teiknistofan Eik sá um útfærslu á þeim liðum og hefur hluti teikninganna nú þegar verið kynntur bæjarbúum. Í júní 2016 var svo haldin kosning um þrjár mismunandi teikningar af sumarróló og var sú hlutskarpasta send á Ísafjarðarbæ sem vísir að framkvæmdum bæjarins. Framkvæmdafé ársins 2016 var 1,5 millj. Og var því varið í kaup á leiktækjum fyrir sumarróló. Hverfisráðið stóð ásamt Ísafjarðarbæ, öðrum hverfisráðum og fleiri aðilum fyrir málstofunni "Hvernig gerum við góðan bæ betri" 25. mars síðastliðinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

 

Ákveðið var að formaðurinn athugi hversu langt peningaúthlutun Ísafjarðarbæjar til Hverfisráðsins í ár dugi í framkvæmdir á sumarleikvöllinn.

Einnig athugar hann hvaða framkvæmdir séu fyrirhugaðar af Ísafjarðabæ á Suðureyri í sumar

2. Reikningar samþykktir einróma.

3.   Engar breytingar á samþykktum félagsins

4. Valdimar J. Halldórsson og Þormóður Logi Björnsson voru kosnir til tveggja ára. Varamenn verða Elísabet Margrét Jónasdóttir og Ólöf B. Oddsdóttir.

5.   Skoðunarmenn reikninga verða: Tara Óðinsdóttir og Kristín Egilsdóttir

6. Hverfisráð hefur ekki móttekið formlegt bréf frá Ísafjarðarbæ um þá upphæð sem ætluð er til Hverfisráðsins þetta árið og getur því ekki afgreitt fjárhagsáætlun formlega.

7) Ákveðið var að Því fé sem Hverfisráðinu verður veitt í ár af Ísafjarðarbæ verður notað í leikvöllinn.

Fjármál 2016:

Eftirst. framlag Sparisjóðs Bolungarvíkur til Hverfisráðs:                221.964 kr.

Vextir                                                                                                                      2.917

Gr. vegna fyrirlestrar + vext. + fjárm.tekjusk.:                                   - 56.409

      Inneign:                                                                                                              168.472 kr.

Framlag Ísafjarðarbæjar að upphæð 1.500.000 kr. var öllu ráðstafað í sumarróló/leikvöllinn.

 

8. Rætt var um framkvæmdir sumarsins, þ.e. framkvæmdir á sumarróló og gerð göngustíga. Einnig kom fram óánægja með nafn sveitarfélagsins, Ísafjarðarbær, sem veldur misskilningi og leiðindum. Að síðustu var rætt um möguleika Hverfisráðsins um að aðstoða félagsheimilið vegna mikillar mygluskemmdar í húsinu.

 

Suðureyri, 28. 01. 2016

Valdimar J. Halldórsson, ritari

Er hægt að bæta efnið á síðunni?