Fundur 19. september 2018

Fundinn sátu: Elísabet Samúelsdóttir, Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, Heiðrún Rafnsdóttir, Finney Rakel Árnadóttir, Marteinn Svanbjörnsson og Vala Dögg.

Fundargerð ritaði: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir

 

Dagskrá:

1.      Leikvöllur í Tunguhverfi

Hverfisráð lýsir yfir mikilli óánægju með framgang mála er varða leikvöll í Tunguhverfi. Undirbúningur verkefnis hefur verið bagalegur og tímafrekur. Þá virðist framkvæmd stöðnuð án útskýringa. Verkefnið sem hófst með kaupum á leiktækjum fyrir svæðið árið 2015 og áætlaðri uppsetningu 2017 stendur nú í stað.

Hverfisráð óskar eftir fundi með bæjarstjóra og fulltrúum bæjarráðs í þeirri von um að fá áheyrn vegna málsins.

2.      Framkvæmdarfé 2018

Hverfisráð vill ráðstafa framkvæmdarfé fyrir árið 2018 í ýmis smærri verkefni sem að fela í sér umbætur fyrir umhverfið okkar. Þess er óskað að samráð sé við Hverfisráð um skiptingu hlutfalls eftir verkefnum.

  • Hluti af framkvæmdarfé er áætlaður í lágmarksfrágang við leikvöll í Tunguhverfi.
  • Endurbætur á körfuboltavelli í Holtahverfi, svo sem nýtt spjald og karfa sem og möguleika á annarri körfu til móts við fyrri körfu.
  • Skilti á leikvöll í Holtahverfi, sjá fundarlið 3.
  • Hjólagrind við leikvöll í Holtahverfi.
  • Endurbætur á gangstígum milli efra og neðra Holtahverfis.

Ákvörðun á notkun framkvæmdafés er í samræmi við hugmyndir íbúa sem hafa verið birtar á opnu facebook síðunni Betri hverfi í Holtahverfi, Tunguhverfi og Seljalandi.

3.      Leikvöllur í Holtahverfi

Hverfisráð vill koma fyrir skilti með leiðbeinandi tilmælum til gesta á leikvelli í Holtahverfi. Eftirfarandi væri tilgreint á skilti:

 

Velkomin á leikvöllinn í Holtahverfi.

¨      Göngum vel um umhverfið okkar

¨      Sýnum tillitsemi og virðingu

¨      Hávaði skal hafður í lágmarki

¨      Ró skal vera komin á svæðið eftir kl. 22

¨      Yfir sumartímann skal vera komin ró á svæðið eftir kl. 23

 

4.      Aðalfundur 2018

Hverfisráð sér fram á að halda aðalfund í nóvember 2018. Nánari dagsetning verður auglýst síðar.

5.      Öryggi vegfarenda

Hverfisráð vill benda Ísafjarðarbæ á að lokanir milli gatna efra og neðra Holtahverfis, sem sagt steypustaurar og keðjur sem hanga milli þeirra, eru illa sýnilegar í myrkri. Það er tillaga hverfisráðs að Ísafjarðarbær stuðli að auknu umferðaröryggi vegfarenda með glitmerkingum á þessum stöðum. Þá er sérstaklega litið til öryggis gangandi og hjólandi vegfarenda.

6.      Gangstéttir 2019

Úttekt umhverfisfulltrúa, dagsett 28. júní 2018, á ástandi gangstétta í Ísafjarðarbæ var til umfjöllunar.

Hverfisráð gerir athugasemd við eftirfarandi atriði:

  • Ekki er gert ráð fyrir gangstéttum í Tunguhverfi, Seljalandi og Múlalandi.
  • Ekki er gert ráð fyrir gangstétt milli Kjarrholts og Fagraholts, né Lyngholts og Brautarholts.
  • Þörf er á úrtaki í kanntsteina við gangbrautir í Holtahverfi, sér í lagi gatnamót Árholts og Hafraholts.
  • Hverfisráð vill benda Ísafjarðarbæ á að það sé kjörið að hafa samantekt sem að hverfisráð sendi umhverfisfulltrúa í september 2016 með ábendingum vegna lagfæringa á göngustígum til hliðsjónar.

 

 

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?