Félagafundur 23. nóvember 2017

Fundinn sátu: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, Elísabet Samúelsdóttir og Heiðrún Rafnsdóttir.

Fundargerð ritaði: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir.

Dagskrá:

 1.      Áfangaáætlun Vestfjarða – forgangsröðun aðgerða

Kynnt eru drög að forgangsröðun aðgerða í áfangaaðgerðaráætlun Vestfjarða.Hverfisráð fagnar áformum um heildarskipulagningu á Tungudal, Seljalandsdal og Hnífum til alhliða útivistarsvæðis.

2.      Leikvöllur í Tunguhverfi

Framkvæmdarfé 2017 hefur verið ráðstafað til uppbyggingar leikvallar í Tunguhverfi. Hverfisráð telur mikilvægt að fá afhenta kostnaðaráætlun vegna verkefnisins. Formanni Hverfisráðs er falið að ítreka óskir um kostnaðaráætlun frá Ísafjarðarbæ.

3.      Græn vika í Ísafjarðarbæ

Umræða um hvernig til tókst með skipulag og þátttöku meðal íbúa hverfa í Skutulsfjarðarbotni í Grænni viku sem fór fram 22. til 27. maí 2017.

4.      Aðalfundur

Lagt er til að aðalfundur Hverfisráðs hverfa í Skutulsfjarðarbotni fari fram 23. janúar 2018. Frekari upplýsingar um fund verða auglýstar þegar að nær dregur.

 5.      Snjómokstur

Umræða um ábendingar íbúa um snjómokstur. Hverfisráð vill koma á framfæri við Ísafjarðarbæ þeirri tillögu að þegar færi sé þungt sé það til bóta að moka slóð í gegnum götur sem fyrst. Á það sérstaklega við götur sem eru ekki í forgangi og bíða oft lengi vel eftir mokstri. Með því eigi íbúar betur möguleika á að komast leiða sinna í þungu færi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?