Félagafundur 17. janúar 2017

Fundinn sátu: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, Elísabet Samúelsdóttir, Heiðrún Rafnsdóttir og Marteinn Svanbjörnsson.

Fundargerð ritaði: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir.

Dagskrá:

 1.      Skipulag almenningssamgangna

Umræða um nýtt skipulag almenningssamgangna frá Ísafjarðarbæ. Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagið.

 2.      Ábendingar vegna lagfæringa á gögnustígum

Kynntar er ábendingar Hverfisráðs vegna lagfæringa á göngustígum í nærumhverfi hverfa í Skutulsfjararbotni dagsett 18. september 2016 sem sendar voru á Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa. Ábendingar eru til þess fallnar að auka öryggi og bæta aðgengi íbúa.

 3.      Samskipti við íbúa hverfa í Skutulsfjarðarbotni

Umræða á sér stað um mikilvægi þess að halda íbúum hverfa í Skutulsfjarðarbotni upplýstum um vinnu Hverfisráðs. Ákveðið er að halda áfram að nýta facebook hópinn Betri hverfi í Holtahverfi, Tunguhverfi og Seljalandi til að koma upplýsingum á framfæri og fylgjast með ábendingum íbúa.

 4.      Framkvæmdarfé 2017

Í samræmi við ákvörðun fyrri stjórnar Hverfisráðs verður framkvæmdarfé 2017 notað til uppbyggingar á leikvelli í Tunguhverfi.

 5.      Leikvöllur í Holtahverfi

Hverfisráð leggur áherslu á að lokið verði við frágang á leikvelli í Holtahverfis vorið 2017. Formanni Hverfisráðs er falið að vera í samskiptum við Ísafjarðarbæ vegna þessa.

 6.      Snjómokstur

Rætt um ábendingar íbúa um óánægju við snjómokstur. Hverfisráð telur mikilvægt að gönguleiðir milli hverfa séu mokaðar, sérstaklega er bent á gönguleið milli Árholts og Móholts. Með því að halda þeirri gönguleið greiðri eiga íbúar kost á að velja öruggari gönguleið en Holtabraut, milli efra og neðra Holthverfis.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?