Félagafundur 10. júní 2015

Fundargerð íbúafundar hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis haldin þann 10. Júní 2015

Mætti eru:   Ragnar Ingi Krisjánsson, Ártungu 5

                         Hannes Krisjánsson, Stórholt 17

                         Ásgeir Hannesson, Stórholt 13

                         Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Brautarholt 3

                         Elísabet Samúelsdóttir, Brautarholt 11

                         Friðbjörn Gauti Friðriksson, Kjarrholt 2

                         Guðmundur Óli Tryggvason, Fagraholt 1

                         Steinþór Bjarni Krisjánsson, Seljaland 21

                         Harpa Guðmundsdóttir, Kjarrholt 2

Strax í upphafi fundar voru fundarmenn sammála um að skila þyrfti ályktun varðandi skipun ráðsins. Ályktun fundarins er eftirfarandi:

Hverfisráðinu tilheyra þrjú hverfi sem eru mjög ólík, hafa ólíkar þarfir og áherslur. Við leggjum því til við bæjarstjórn að annaðhvort verði hverfunum skipt í tvennt þ.e. Holtahverfi annarsvegar og Tungu- og Seljalandshverfi hins vegar og/eða lagt verði aukið fjármagn í þetta sameiginlega ráð svo hægt verði að framkvæma í öllum hverfum.

Að öðru leyti var dagskrá fundarins eftirfarandi.

Almenningssamgöngur:

Rætt var um

 • skort á strætóferðum seinnipartinn í tengslum við tómstundir og félagsmiðstöð
 • Börn komast ekki úr hverfinu með strætó eftir kl 16:30
 • Rætt hvort endastöð (í hinn endann) gæti jafnvel verið Bolungarvík í stað Hnífsdals
 • Að gert sé ráð fyrir plássi fyrir barnavagna og reiðhjól í stætisvögnum við útboð

Hraðahindranir:

Rætt var um nauðsyn hraðahindrana í Holtahverfi og Seljalandshverfi

 • Í Stórholti ofan við Kjarrholt/Lyngholt
 • Í Hafraholti við sitthvorn enda
 • Á Skógarbraut

Fundarmenn eru sammála að hugmyndir um hraðahindranir þurfi að skoða vel og þær megi ekki hamla snjómokstri. Upp komu hugmyndir um að hafa færanlegar hraðahindranir eða jafnvel að byrja á því að mála „30“ á göturnar þar sem komið er inn í hverfin.

Þá var einnig rætt um að fjölga skiltum m.a. með því að setja skilti „börn að leik“ og fleiri skilti með hámarkshraða. Þórdís segir frá skiltum sem gerð voru í Borgarnesi þar sem fram kemur fjöldi barna í götunni og biðlað til ökumanna að aka varlega í kjölfarið. Fundarmenn eru sammála að það sé áhugaverð hugmynd sem hægt væri að skoða (íbúar).

Niðurstaðan er að eitthvað verði að gera til að hægja á umferð, sérstaklega í Holta- og Seljalandshverfi.

Ljósastaurar:

 • Skortur er á ljósastaurum í Tunguhverfi og þá sérstaklega Hrauntungu. Þyrfti að komast í lag sem fyrst
 • Í vetur vantaði perur í alla ljósastaura Tunguvhverfis nema 2, haft var samband við OV en ekkert var gert í stöðunni. Þyrfti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Þá kom einnig fram að perur vantaði í einhverja staura í Holtahverfi í vetur.

Framkvæmdir á vegum hverfisráðs-kostnaður og greiðslur:

Upp komu margar góðar hugmyndir um framkvæmdar sem hægt væri að fara út í á vegum hverfisráðs fyrir áætlað fjármagn frá bæjarsjóði. Hugmyndirnar eru m.a.

 • Laga bílastæði á leið upp Stórholtið
 • Laga völlinn í Tunguhverfi og mörkin á honum
 • Halda opnu fyrir gangandi vegfarendur milli hverfa að vetri, ekki safna snjó í botnlangana.
  • Passa söndum á veturna þar sem mikil hálka myndast í brekkum
  • Sláttur á opnum svæðum í Tunguhverfi og fyrir ofan Stórholt
  • Malbika (í það minnsta þannig að hægt sé að fara á milli á línuskautum o.þ.h.)  milli Góuholts og Árholts og á milli efra og neðra hverfis
   • Laga til milli hverfa
   • Laga/viðhalda sparkvelli
   • Æfingatæki við göngustíg (var gert í Kópavogi við)
   • Fleiri leiktæki í Holtahverfi og leikvöll í Tunguhverfi, íbúar eru tilbúnir að leggja til vinnu ef bærinn leggur til tækin.
   • Bæta inn strætóstöð við Stórholt 7
   • Tengja göngustíg í Tunguhverfi að götu, losna við grófa möl sem er við enda stígsins núna.

Önnur mál:

 • Íbúi í Tunguhverfi óskar eftir  því að grunnar í hverfinu verði lagaðir. Á öðrum grunninum er stálgrind sem krakkar hafa sést klifra í en í hinum standa tugir steypustyrktarjárna. Báðir grunnarnir eru því hættulegir og óska íbúar eftir því að frá þeim verði gengið þannig að öryggi barna í hverfinu stafi ekki hætta af.
 • Hvar er vippan sem var á leikvelli í Holtahverfi?
 • Hvetja íbúa til að taka fífla og annað illgresi sem er á gangstéttum við þeirra eigin lóðir. Ef allir taka smá þarf enginn að taka mikið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?