Aðalfundur 30. janúar 2018

Aðalfundur var haldinn í fundarsal Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu. Fundinn sátu fjórir meðlimir úr stjórn Hverfisráðs, bæjarritari Ísafjarðarbæjar og fjórir íbúar.

Fundargerð ritaði: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir

Dagskrá:

1.      Skýrsla stjórnar 2017

Lögð fram til kynningar. Stjórnarmenn kynntu hvern lið skýrslu fyrir sig og umræða skapaðist meðal fundarmanna um hugmyndir að leiðum til að bæta hverfin. Þær hugmyndir falla hér undir önnur mál.

2.      Reikningar félagsins

Engir reikningar eru á árinu 2017. Fyriráætlanir um framkvæmdarfé árið 2017 eru enn til vinnslu hjá starfsmönnum Ísafjarðarbæjar.

3.      Kosning stjórnar og skoðunarmanna

Samþykkt er að núvernadi stjórn Hverfisráðs sitji áfram og að Tumi Jóhannsson komi inn í stjórn sem varamaður.

4.      Fjárhagsáætlun næsta starfsárs

Það er ekki talin forsenda fyrir því að taka ákvörðun um framkvæmdarfé fyrir árið 2018 fyrr en kostnaðaráætlun um leikvöll í Tunguhverfi liggur fyrir. Stefnt er að því að nota hugmyndir frá íbúum til að taka ákvörðun um næstu skref framkvæmda í Holta- Tungu- og Seljalandshverfi.

 5.      Önnur mál

 a.      Snjómokstur

Íbúar vilja benda á að eftirlit með þörf fyrir snjómokstri mætti bæta. Tekið er sem dæmi að stofnbraut inn í Tunguhverfi hefur verið þungfær í nokkra daga, en ekki virðist fylgst með færðinni.

Umræða skapaðist um að snjómokstur á göngustígum. Íbúum finnst mikilvægt að gönguleiðir séu greiðar á milli hverfa þegar að snjóþungt er.

b.      Endurbætur á gangstígum

Umræða um lélegt ástand á gangstéttum og gangstígum, íbúar benda á ástand í Lyngholti og Hafraholti sé afar slæmt. Djúpar sprungur í gangstéttum skapi slysahættu. Einnig er bent á gangstéttir vanti í Tunguhverfi.

Þörf er á að laga gangstíga milli efra og neðra Holtahverfis, stígar einkennast af drullu og leðju yfir sumartímann sem að íbúar telja óboðlegt.

Íbúar benda á að í kringum árið 2006 hafi áform um endurbætur á því svæði verið kynntar í mótvægisaðgerðum vegna snjóflóðavarnargarðs. Stjórn vill kanna það betur.

 c.       Virkjun í Úlfsá

Íbúar vilja benda á að virkjun í Úlfsá hefur hvorki verið kynnt íbúum né óskað eftir áliti frá þeim.

 d.      Hugmyndir um notkun á framkvæmdarfé

Hugmyndir á borð við ærslabelg, frisbígolfvöll og hraðarhyndranir komu fram. Óskað verður eftir fleiri hugmyndum í gegnum facebook hópinn Betri hverfi í Holtahverfi, Tunguhverfi og Seljalandshverfi, sem er opinn öllum íbúum.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?