Stjórnarfundur 4. júní 2015

Fundur haldinn í stjórn Hverfisráðs eyrar og efri bæjar í Edinborg fimmtudaginn 4 júní 2015 kl 20:00.
Mættir voru Gylfi Þ. Gíslason, Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, Jóhann D Svansson, Halldór Sveinbjörnsson, Árni Ingason og Björn Baldursson sem ritar fundargerð.
Farið yfir niðurstöður félagsfundar Hverfisráðs eyrar og efribæjar sem haldinn var fimmtudaginn 21 maí sl.
Þar var rætt um frjálsan opnunartíma verslana og veitingastaða, fyrir næsta félagsfund verður hverfisráðið búið að kynna sér hvaða reglur eru um slíkt.
Það var vilji félagsfundar að Hverfisráðið fari fram á það við bæjaryfirvöld að þau hvetji hundaeigendur til að ganga snyrtilega um og hirða upp úrgang hunda sinna. Það má gera t.d. með auglýsingu á heimasíðu bæjarins. Einnig komu fram hugmyndir um að við frumskráningu hunds fái hundaeigandi pokarúllu til þessara nota.


Hvar viltu sjá 2 milljónum varið í þínu nærumhverfi? ..var spurt á félagsfundinum. Margar tillögur komu þar fram. Stjórnin fór nú yfir þær tillögur og flokkaði eftir því hversu raunhæfar þær voru.


1. Framkvæmanlegt.
2. Of viðamikið.
3. Ekki raunhæft eða fellur undir annað.


Þær tillögur sem eftir standa og eru raunhæfar eru:
A. Hænsnagarður og reiðhjólabraut á tankasvæðinu við höfnina.
B. Setja fleiri bekki í bæinn.
C. Hreinsa krikann við gamla olíumúlann.
D. Gera hundasvæði (sem væntanlega yrði inni í firði þannig að það er á öðru svæði.


Hugmyndir komu upp á stjórnarfundinum um að beina því til fólks að taka myndir af því sem því finnst ábótavant og koma með hugmyndir um úrbætur. Þær mætti síðan setja á FB síðu Hverfisráðsins.


Gylfi Þ. Gíslason
Matthildur Helgadóttir Jónudóttir
Jóhann D Svansson
Halldór Sveinbjörnsson
Árni Ingason
Björn Baldursson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?