Stjórnarfundur 24. október 2017

Fundur settur
Farið yfir fundargerð frá 3. Maí 2017.
Hugmyndir sem eru komnar
 Hjólaakrein í gegnum miðbæinn: Afmarka með vegmálningu hjólaakrein gegnum miðbæinn Með þessu verkefni væri hægt að setja niður hjólaakrein í gegn um miðbæinn til prufu. Ef hjólaakreinin virkar vel fyrir notendur miðbæjarins er hægt að taka staðsetningu hjólaakgreinarinnar inn í hellulögn á Hafnarstræti og áframhaldandi hellulögn á Aðalstræti þegar farið verður í þær framkvæmdir. Til að fá nægt svæði undir hjólaakgrein verður sumstaðar að fækka bílastæðum sólarmegin við Aðalgötuna. Við reiknum með því að með því að skipta út bílastæðum fyrir hjólaakgrein verði einnig breiðara svæði fyrir gangandi vegfarendur. Að sjálfsögðu verður passað upp á að enn verði næg bílastæði fyrir fatlaða í miðbænum. Fullfrískir notendur miðbæjarins myndu ef til vill þurfa að ganga nokkra metra að áfangastað, ef þeir nota bíl. Það er mjög þarft að passa upp á öryggi hjólandi í miðbænum. Sem umhverfisvænn bær viljum við hvetja til notkunar hjóla. Eins og staðan er í dag eru gangstéttar víðast hvar allt of þröngar fyrir bæði hjólandi og gangandi, sérstaklega á sumrin þegar gangstéttirnar fyllast af ferðafólki. Þar sem ekki er pláss á gangstéttum endar hjólreiðafólk og krakkar á að hjóla á götunni, fyrir aftan bílastæði og eiga á hættu að bílar bakki á þau, sérstaklega þar sem bílarnir gera ekki ráð fyrir umferð úr báðum áttum. Með því að draga hjólastíginn út fyrir göngustíginn og fjarlægja umrædd bílastæði verða til mun betri aðstæður fyrir krakka og fullorðna að hjóla örugg í gegn um miðbæinn okkar.
 Hjólavænn bær – viljum hvetja bæinn til að setja í forgang það verkefni að setja göngu og hjólreiðastíga við grjótgarðana í Sundstræti og Fjarðarstræti, sem tengja myndi hjólreiðastíginn út í Hnífsdal, nýja stíga meðfram eyrinni og svo að þarf að setja göngu og hjólreiðastíg meðfram Pollgötunni sem tengist þá göngu og hjólreiðastígnum sem er inn í fjörð.
 Leiksvæði á Urðarvegi 29 – vantar svæði fyrir efri bæinn, óskum eftir að fá upplýsingar um fjölda barna eftir götum í neðribæ og efribæ og skipt eftir aldri. Jafnframt þarf að klára göngustíginn frá engjavegi upp á Urðavegi. Væri gott að fá skipulagt svæði fyrir rólóvöll í efribænum og er þá hægt að skoða hönnun og þar eftir framkvæmdir í þrepum eftir því sem fjármagn fæst.
Hverfisráðið gæti t.d. staðið undir hönnun svæðisins. Síðan geti bærinn séð um að framkvæma góðan upplýstan stíg sem myndi hlykkjast um svæðið og gera þannig göngutenginguna milli urðarvegs og engjavegs nothæfa. Núverandi stígur er alltof brattur og hættulegur yfirferðar, sérstaklega að vetri til. Þetta er göngutengingin fyrir skólakrakka og aðra sem nota strætó.
Hverfisráðið gæti síðan haft leiksvæðið sem uppbyggingarverkefni árin eftir og bætt við leiktækjum og öðru hægt og rólega.
 Utandyra æfingarsvæði framan við t.d. Jónsgarð – Norwell hreystigarður – hvetjum bæjarráð til að skoða þessa hreystigarða, hafa verið settir upp í Kópavogi, við Suðurbæjarlaugina í Hfj, við Bríetartún í Rvk og Reykjanesbæ – Það er til Norwell app þar sem hægt er að sjá alla hreystigarðana á korti ásamt því að appið býður upp á ýmsa möguleika á meðan æft er í garðinum t.d. myndbönd af æfingum og endurtekningar eru taldar. Áætlaður kostnaður við hreystigarðinn sem setur var í Kópavogi var 6 milljónir króna. Rannsóknir sýna glöggt mikilvægi hreyfingar hjá öllum aldurshópum. Utandyra æfingasvæði eru víða á Íslandi með því markmiði að auka möguleika einstaklinga að þjálfa líkamann utandyra og bæta þannig lýðheilsu. Stjórn Hverfisráðs er á einu máli um að slíkur æfingavöllur væri mjög hentugur í nágrenni Hlífar þannig að eldri borgarar hafi greiðan aðgang í að nota völlinn.
 Körfuboltavöllurinn á höfninni – ónothæfur, jafna þarf undirlag, setja lýsingu (kalt þarna, næðingur) – ekki mikill áhugi á að senda yngri börn á svæðið vegna þungaumferðar.
 Ærslabelgur – mikil eftirspurn, mikil notkun í Bolungarvík, krakkar taka frístundarútuna til að nýta hann – hugmynd um að setja einn upp hjá gamla gæsló eða á túninu við gamla sjúkrahúsið. Í framhaldinu væri gaman að skoða að setja bekki þar við, áningarstað, þar sem hægt væri að sitja og snæða nesti.
 Setja klifurpíramída sem hentar eldri börnum t.d. hjá gamla sjúkrahúsinu – svipað og í hljómskálagarðinum. Áhugi til að fara í hann á árinu 2019 þegar ærslabelgur og bekkir verða komnir.
 Skoða þarf að merkja betur þar sem tröppurnar eru á torginu, bíll fór þar niður fyrir nokkrum árum og nú aftur nýlega. Viljum hvetja bæinn til að skoða það.
 Tvær merkingar á urðaveginum um hraðahindranir en engar á staðnum – þarf að taka niður staurana eða setja hraðahindranir – hverfisráðið vill hvetja bæinn til að skoða betur leiðir til að draga úr hraða á Urðaveginum og Seljalandsveginum.
Hvetja fólk á facebook síðunni til að koma með ábendingar um hvað þarf að bæta í nærumhverfinu og að senda þær ábendingar á Ísafjarðarbæ.
Óskum eftir upplýsingum um stöðuna á uppsetningu á strætóskýlinu, hvenær verður það komið upp og hver var kostnaðurinn við það?
Hverfisráð eyrar og efribæjar óskar eftir því að fjármunir núverandi árs fari í að keyptur verði Ærslabelgur sem settur yrði upp á árinu 2018 á túnið við gamla sjúkrahúsið, vinstra megin við húsið, í skotin við trén.
Að lokum leggjum við til að boðið verði til Aðalfundar miðvikudaginn 15. nóvember 2017 klukkan 19:00 í skúrnum á Húsinu.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?