Stjórnarfundur 21. október 2014

Stjórnarmenn mættir
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Formaður, Björn Baldurs Varaformaður, Árni Ingason Ritari,
Matthildur Helgadóttir Meðstjórnandi, Gylfi Þór Meðstjórnandi
Stjórnarmenn sem vantaði
Halldór Sveinbjörnsson
Jóhann Dagur Svansson
Markmið fyrsta fundar var fyrir stjórnina að reyna að gera sér grein fyrir hlutverki sínu og hvaða markmið hún ætti að setja sér. Reynt var að horfa til framtíðar m.t.t. þess hvernig æskilegt væri að hverfaráð þróaðist til lengri tíma.
Mikilvægt er að við náum vel til allra íbúa svæðisins til þessa að gera öll samskipti auðveldari og fljótlegri.
Lagt var til að stofnaður yrði Facebook hópur (Like síða eða hóp síða). Birtur verður á síðunni í skýru máli tilgangur með síðunni, helstu umgengnisreglur og þess háttar til þess að tryggja góða umgengni um síðuna frá upphafi.
Hugmyndin er að safna ábendingum og hugmyndum frá íbúum. Stjórnin fjallar síðan um þær og vinnur frekar þannig að hugsanlega verði hægt að kjósa um þær og kynna fyrir bæjarstjórn.
Spurningar til bæjarins:
● Athuga með hugsanlegt peningaframlag frá bæjarsjóði, gulrót fyrir fundarboðun.
● Hver er kennitala ráðsins, stofna heimabanka og þess háttar.
● Er búið að stofna ungmennaráð hjá bænum.
Mótun framtíðarsýnar ráðsins. Gagnaöflun, hugsanlegur vettvangur þar sem fólk getur sett inn myndir af húsinu fyrir og eftir framkvæmdir, skráð sögu og fleira.
Stíla á bæjarráð ályktun um að opna netsíðu þar sem bæjarbúum gæfist kostur á að kjósa um hin ýmsu málefni. Þá gæti verið gott að geta haldið kosningu sem einungis næði til ákveðins hverfaráðs, gefið að síðan væri fyrir allan Ísafjarðarbæ.
Formaðurinn okkar ætlar að setja sig í samband við fjarðarráð með það fyrir augum að halda fund þar sem öll málefni sem eru hverfunum sameiginleg yrðu rædd. T.d. leikskólamál, flugvöllur, skíðasvæði, samgöngur o.fl.
Facebook síður hverfaráðsins þ.e. stjórnar og almenna
Facebook síður hafa þann galla að oft er erfitt að leita að upplýsingum í efni síðunnar. Með góðum vinnubrögðum er hægt að auðvelda allar leitir á síðunum.
Góð vinnubrögð á Facebook.
Ef setja á inn skjal á síðu er best að stofna Facebook skjal (native Facebook documents) frekar en að uploada skjali. Ef stofnuð er færsla er best að klára þá umræðu í innleggjum undir upprunalegu færslunni frekar en að koma með nýja færslu. Einnig er alveg hugsanlegt að ritstjóri(ar) taki færslu og innlegg hennar og setji í skjal til þess að varðveita upplýsingar og gera leit auðveldari.
Setja þarf lög félagsins inn á Facebook.
Ákveðið var að næsti stjórnarfundur yrði þann 11. nóvember 2014 kl 20:30
Ákveðið var að reynt yrði að halda fundartíma við eina klukkustund. Boðað yrði til fundar með fyrirfram ákveðinni dagskrá. Settur yrði fundarstjóri sem héldi mönnum við efnið og síðan frjálsar umræður í lok fundar.
Formaður saknaði þess að sjá fulltrúa yngri kynslóðar í stjórn. Er búið að stofna ungmennaráð hjá bænum.
Athuga á með hverfafund í lok nóvember
Ritari

Er hægt að bæta efnið á síðunni?