Fundur 4. september 2020

Fundur hverfisráðs eyrar og efri bæjar, 4. september 2020.

Mættar:
Finney Rakel Árnadóttir
Hildur Dagbjört Arnardóttir
Tinna Ólafsdóttir

Fundur settur 11:30, Tinna sér um fundarritun.

Framkvæmdafé ársins 2020:
Hverfisráðið leggur til að framkvæmdafé ársins 2020 verði notað í að kaupa hreystitæki,
hugmynd sem var hlutskörpust í kosningum á aðalfundi ráðsins 2019. Kjörin staðsetning
væri á því svæði við sjúkrahúsið á Ísafirði, sem ráðið hefur heyrt að til standi að setja niður
hreystitæki á vegum bæjarins.

Tillögur til næstu ára:
Hverfisráðið er með tvær langtímatillögur.

  1. Skýr ósk hefur komið frá íbúum efri bæjar um að þar verði sett upp leiksvæði. Lagt er til að fundinn verði staður fyrir almenningssvæði og leikvöll í efri bænum, gjarnan í tengslum við áningarstaði hjá varnargörðunum en einnig eru hugmyndir um aðrar staðsetningar, svo sem Urðarveg 29.
    2021: Hentugur staður er fundinn og teiknað upp skipulag fyrir hann og mögulega hafist handa við jarðvegsvinnu.
    2022: Vinna við að koma svæðinu upp út frá teikningum, mögulega keypt tæki og annar búnaður til að gera svæðið aðlaðandi.
  2. Farið verði í frekari uppbyggingu á svæðinu þar sem gamli gæsluvöllurinn stóð og það byggt upp sem almenningssvæði með fókus á börn. Þar verði tyrft, komið upp leiktækjum, vatnshana, bekkjum og ruslafötum.
    2021: Hönnunarvinna fyrir svæðið keypt, svæðið tyrft og komið fyrir bekkjum og ruslafötum.
    2022: Farið í frekari uppbyggingu út frá hönnun, keypt 1-2 tæki og gróðursetning trjáa + búin til beð.

Önnur mál:

  • Setja bekki með borðum á Silfurtorg yfir sumartímann. T.d. væri hægt að nýta bekkina sem eru annars staðsettir í portinu við GÍ.
  • Bæta nýtingu á Silfurtorgi með bættri aðstöðu og líflegra umhverfi.
  • Gott væri að setja hlið á grindverkið við Skipagöturóló svo foreldrar yngri barna geti áhyggjulausir leyft börnum sínum að leika sér þar. Einnig mætti bæta viðhald, fegra umhverfi og fara í endurnýjun á tækjum á rólónum.
  • Útbúa hjólastíg í báðar áttir eftir Hafnarstræti. Þetta er mikið öryggisatriði, ekki síst fyrir hjólandi börn.
  • Tenging fyrir gangandi vegfarendur úr íbúabyggð á eyrinni niður á Suðurtanga er mjög léleg og raunar vantar göngustíga með öllu í sumum götum, t.d. í stórum hluta Sindragötu neðan Mjósunds. Þar sem Suðurtanginn er að hluta verslunar- og þjónustusvæði er slæmt að geta illa komist þangað örugglega á annan hátt en akandi.
  • Svæðið þar sem Sólgata, Fjarðarstræti og Eyrargata mætast er virkilega slæmt fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
    • Engin góð tenging er við göngustíginn meðfram sjóvarnargarðinum.
    • Svæðið við hliðina á afaróló er drullusvað.
    • Skilti og ljósastaurar hamla umferð á göngustígum.
  • Nú þegar göngustígurinn góði er kominn meðfram sjóvarnargarðinum í Fjarðarstræti er afar bagalegt að einhverjir haldi áfram að gefa hrafninum matarafganga. Af því hlýst óþrifnaður og gerir umhverfið einstaklega óspennandi fyrir þá sem fara hjá, en stígurinn er mjög vel nýttur bæði af íbúum og ferðamönnum.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 12:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?