Aðalfundur 26. nóvember 2015

Aðalfundur Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar, haldinn í Edinborgarhúsinu fimmtudaginn 26 nóvember kl. 20:00.


Kl 20 var enginn mættur nema fjórir stjórnarmenn, Gylfi Þ. Gíslason formaður, Jóhann Svansson,
Halldór Sveinbjörnsson og Björn Baldursson. Beðið til 20:10 en enginn annar mætti. Var þá gengið til
fundarstarfa.


1. Skýrsla stjórnar.
Greint frá fundarhöldum stjórnarinnar á starfsárinu, fjórir fundir voru haldnir og félagsfundur
var haldinn 21 maí 2015. Ákveðið var að þær 2 milljónir sem ráðið hefur til ráðstöfunar á
árinu 2015 fari í að kaupa bekki og útigrill á svæðið þar sem tankarnir stóðu við höfnina og
einnig barnaleiktæki. Á næsta ári hefur verið ákveðið að halda 2 sameiginlega
hverfisráðafundi .


2. Reikningar.
Engir reikningar lagðir fram.


3. Kosning formanns til 2ja ára.
Óbreytt, Gylfi Þ.Gíslason formaður


4. Kosning 3ja manna í stjórn til 2ja ára.
Óbreytt.


5. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
Óbreytt.


6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
Engin fjárhagsáætlun lögð fram.


7. Verkefni næsta árs.
Ekkert slíkt er komið á umræðustig.


8. Önnur mál.
Að fengnu samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar var talið ráðlegt að sleppa því að setja upp barnaleiktæki á tankasvæðinui, en setja heldur upp körfuspjald fyrir útikörfu, þar sem steypt plata er þegar til staðar og athuga möguleika á því að setja upp vatnshana.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?