Aðalfundur 1. september 2016

Mættir á fund: Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Gylfi Þór Gíslason, Arna Lára Jónsdóttir, Edda María Hagalín, Bragi Rúnar Axelsson, Tómas Emil Guðmundsson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir, Braga Ósk Bragadóttir, Jóhanna Fylkisdóttir, Hrund Sæmundsdóttir, Hildur Dagbjört Arnardóttir, Matthildur Helgadóttir, Jóhann Dagur Svansson.  

Ritari: Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

 

Dagskrá fundar

1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins og nefnda á liðnu starfsári.

Formaður kynnir starf félagsins síðasta ár. Úthlutun 2015 var varið í körfuboltavöll á eyrinni, formaður fundaði með bæjarstjóra. Félagið var ekki nægilega virkt síðasta starfsár og þarf að virkja íbúa betur.

 

2. Endurskoðaðir reikningar félagsins

Félagið var ekki með eigið fé svo þessi liður á ekki við.

 

3. Kosning formanns til tveggja ára.

Tómas Emil Guðmundsson kjörin einróma.

 

4. Kosning þriggja manna í stjórn og tveggja varamanna til tveggja ára.

Formaður kynnir þá sem hafa áhuga á að starfa í stjórn sem eru átta manns. Fundurinn samþykkti að allir átta frambjóðendurnir sitji í stjórn og skipti með sér verkum.

 

Stjórn 2016-2017

Formaður:

Tómas Emil Guðmundsson

Stjórnarmenn:

Edda María Hagalín

Bragi Rúnar Axelsson

Braga Ósk Bragadóttir

Jóhanna Fylkisdóttir

Hrund Sæmundsdóttir

Hildur Dagbjört Arnardóttir

Arna Grétarsdóttir

 

5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

Elín Þóra Friðfinnsdóttir og Arnar Lára Jónsdóttir kjörnir skoðunarmenn.

 

6. Breytingar á samþykktum samtakanna ef þeirra hefur verið getið í fundarboði.

Engar breytingar lagðar til. 

 

7. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

1.500.000 kr. Áætluð úthlutun fyrir árið 2016

 

8. Vinnuhópar.

Falið nýrri stjórn. 

 

9. Verkefni næsta árs.

Falið nýrri stjórn. 

 

10. Önnur mál

Engin.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?