Stjórnarfundur 23. nóvember 2016

Mættir: Ívar, Guðmunda, Soffía, Bryndís

 

Dagskrá:

  1. Flutningur leikskólans yfir í Grunnskóla
  2. Reka eftir verklagsreglum vegna vatnsmengunar (úr síðustu fundargerð)
  3. Þakleki á íþróttahúsi (spurt í síðustu fundargerð)
  4. Samkvæmt verklagsreglum á Ísafjarðarbær að birta fundargerðir ráðsins á vefnum, finn þær ekki.
  5. Opin pottur, verkefni Elviru

 

Flutningur leikskólans.

Hverfaröð Önundarfjarðar fer fram á við bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar að ákvörðun um flutning leikskólans og sölu Grænagarðs verði dregin til baka þegar í stað. Stofnaður verði rýnihópur sem fái það hlutverk að meta kosti og galla og leggi fyrir bæjarbúa rökstuddar hugmyndir í lok næsta árs. Í hópnum verði fulltrúi skólafólks, foreldra og bæjarbúa. Þannig verði hægt að taka meðvitaða ákvörðun um hvað hentar Flateyringum best.

 

Hverfisráð Önundarfjarðar lýsir yfir mikilli óánægju með vinnubrögð bæjaryfirvalda Ísafjarðar hvað varðar ákvarðanatöku um flutning leikskólans og sölu Grænagarðs. Hverfisráðið velkist nú í vafa um tilgang sinn og óskar eftir nánari skýringum á 3. grein samþykkta ráðsins, en þar segir að ráðið eigi meðal annars; að starfa með stofnunum bæjarins og opinberum aðilum sem fara með málefni hverfisins og íbúa þess.

 

Hverfisráðið fer hér með fram á að bæjaryfirvöld skýri betur hlutverk ráðsins og hvers vegna svo mikilvæg ákvörðun sem hér um ræðir hafi ekki átt við ofangreint ákvæði.

 

Verklagsreglur um vatnsmengun.

Hverfaráðið minnir á að í kjölfar mengaðs neysluvatns í haust óskaði ráðið eftir að nýjar verklagsregur um meðferð mengunar í neysluvatni berist ráðinu. Engin svör hafa enn borist við þessari málaleitan.

 

Þakleki í íþróttahúsinu.

Hverfaráðið óskaði á síðasta fundi eftir stefnu bæjaryfirvalda hvað varðar viðgerð á þaki íþróttahússins. Engin svör hafa borist og er fyrirspurnin hér með ítrekuð.

 

Fundargerðir á vefnum.

Bent er á að Ísafjarðarbæ ber að birta fundargerði hverfaráða á vef bæjarins. Farið er fram á að bærinn standi við það.

 

Pottar í flæðarmálinu.

Elvira  Mendez, sumarhúsaeigandi á Flateyri hefur óskað eftir að bæjarbúar og aðrir áhugasamir taki þátt í byggingu og hönnun útipotts. Hverfaráðið þykir þetta áhugaverð hugmynd og hlakkar til að heyra meira.

 

Fundarritari

Bryndís Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?