Félagafundur 23. september 2015
Íbúafundur var haldinn í Grunnskóla Önundarfjarðar 23 september 2015 klukkan 20:00. Áætlun gerir ráð fyrir að halda vinnukvöld með íbúum Flateyrar og Önundarfjarðar, umræða verður um hvernig verja eigi framlagi Ísafjarðarbæjar til hverfisráðsins.
Kynnt var fyrir fólki hvað við fáum mikinn pening (2 milljónir) og að við viljum fá hugmyndir frá íbúum hvað þau vilja gera með þann pening.
Stofna lokaða facebooksíðu fyrir íbúa Önundarfjarðar (fólk sem býr eða á hús í firðinum).
Hugmyndir:
- Ærslabelgur.
- Klippa tré (hafa vinnudag með íbúum).
- Skilti við innkomu Flateyrar. (Fjármagna að hluta til og fá fyrirtæki til að vera með í eða Ísafjarðarbær).
- 1-3 útsýnispallar við grjótgarðinn.
- Borð og bekkir við Holtsbryggju.
- Hraðbanki.
- Rafmagn á tjaldsvæði.
- Fjárgirðing í kringum Flateyri vantar viðhalds.
- Færa leiktæki frá Varnagarðinum í minningargarðinn og gera eitt leiksvæði flott.
- Gera göngustíg upp að skóginum við Klofning svo það sé auðvelt að labba upp að honum.
- Fjölga almenningsruslatunnum (á ljósastaurum) -> Gæti ýtt undir að fólk týni upp eftir hundanna sína.
- Ærslabelgur. (Staðsettur í minningargarði)
- Bekkir.
Þrýsta á Ísafjarðarbæ.
- Klippa tré og bera á grasið hjá Hafnarstræti.
- Láta laga vatnið á Flateyri.
- Ýta meira undir að það sé fegrað umhverfið.
- Reiturinn fyrir utan kirkjuna, beðin ekki hreinsuð.
- Höfnin er illa gengin um. (Hvetja undir betri umgengni)
- Fá bæinn til að hugsa betur um gangstéttir.
- Hraðbanki.
- 1-3 útsýnispallar við grjótgarðinn.
- Neyðarútgangur hjá nýju pottunum.
- Tímatafla hjá strætó hentar illa bæjarbúum og skólakrökkum.
- Ísafjarðarbær er ekki með móttökustað fyrir úrgang sem er vinnanlegur.
- Klofningur er ófrágengið, þar gæti verið hægt að losa úrgang og grafa svo yfir gryfjuna.
- Fjölga almenningsruslatunnum (á ljósastaurum) -> Gæti ýtt undir að fólk týni upp eftir hundanna sína.
Fundi slitið klukkan 21:07.