Stjórnarfundur 12. desember 2016

Mættir: Ívar, Soffía, Valdemar, Hrefna, Guðmunda og Bryndís.

Dagskrá:

-    Skólamál.

-    Fréttatilkynningin - byggðarkvótann.

-    Orkubússtyrkur.

-    Senda ítrekun um svar fyrir síðasta bréf sem var sent (vatnsmál).

 

Skólamál.

Ívar les upp póst frá Þórdísi og fundagerð.

Hverfaráðið er sammála um að nauðsynlegt sé að fá óháðan skólamann í samráðshópinn.

Ef ekki verður af sameiningu, í hvað á að nota þessar 27 milljónir?

Fá ábendingarlista frá kennara og leikskólakennara hvað þurfi að gera við leikskólann og skólann.

 

Fréttatilkynning - byggðarkvóti.

Ívar les bréf frá Þórdísi.

Hverfaráðið tekur undir tillögu útgerðarmanna og Fiskvinnslu Flateyrar að landa verði afla á Flateyri til að teljast til viðmiðunar fyrir úthlutun á byggðakvóta. Ráðið tekur ekki afstöðu til hámarksúthlutunar á bát en telur jákvætt að útgerðarmenn nái samkomulagi sjálfir hvað þetta varðar. Ráðið áréttar sömuleiðis þá skoðun sína að byggðkvóti sé til þess að tryggja landverkafólki vinnu

 

Orkubússtyrkur.

Byggja grillaðstöðu í minningargarðinum á Flateyri.

Fá reiknisnúmer hjá Götuveislunni (Sæbjörg er með það).

 

Ítrekun.

Við óskum eftir svörum við eftirfarandi erindum sem við höfum sent bæjaryfirvöldum en ekki fengið nein viðbrögð:

Stigarnir báðir við varnargarðinn á Brimnesveginn.

Breyting á rútuáætlun.

Vinnuferli hvernig staðið er að vatnssýnatöku og eftirliti með gæðum neysluvatns.

Þakið í íþróttahúsinu, hvort og hvenær eigi að gera við það.

 

Fundið slitið klukkan 21:30

Fundarritari: Hrefna Valdemarsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?