Félagafundur 10. maí 2017

Buddukoti 10. maí 2017

Mættir: Hrefna, Ívar, Soffía, Guðmunda, Valdemar og Bryndís

 

Hreinsunarátak

Fimmtudaginn 25. Maí, hreinsunardagur og grill á eftir.

Í fyrra styrkti Guðrún Páls og Græðir grillveisluna, núna þarf að biðja Ísfell og Fiskvinnslu Flateyri.

Ruslamálaráðherrar:

  1. Fyrir ofan Tjarnargötu – Soffía
  2. Frá Ránargötu og út á odda – Guðmunda
  3. Frá Tjarnargötu að Öldugötu – Hrefna

Hittast svo við Samkomuhúsið og grilla.

Bryndís athugar með ruslapoka og auglýsir í sjoppu á facebook

Valdi græjar gröfu til að safna saman ruslapokunum

Ívar grillstjóri

 

Gjöf frá kvenfélaginu.

Kvenfélagið hefur gefið hverfaráðinu 300.000,- engin skilyrði fylgja með gjöfinni nema að það verður að nota aurinn til framkvæmda í Minningagarðinn.

Bryndís semur þakkarbréf og sendir Soffíu formanni.

 

Grillsmíði

Ívar ætlar að kanna hvort einhver sé að smíða útigrill, t.d. hjá 3X

 

Aparóla

Aparólan er komin á Ísafjörð, Ívar talar við Brynjar.

 

Svið

Stefna á Hvítasunnuhelgina, auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Ívar verður verkstjóri. Bryndís sækist eftir timbri hjá Ísafjarðarbæ. Soffía og Guðmunda baka pönnsur. Valdimar reddar græju í holugerð. Ívar krækir í smið og gerir kostnaðaráætlun. Bryndís auglýsir helgina.

 

Leikskólanefndin

Nefndin áætlar að hittast 6. júní.

 

Fyrirspurnir

Stigi og rampur yfir grjótgarðinn

Hverfisráð ítrekar fyrirspurn varðandi stiga yfir varnargarðinn, hvað var ólöglegt við stigann sem var í fyrra og að hvaða leyti er steinstiginn betri. Stendur til að setja nýjan stiga.

Eftirlit með neysluvatni.

Enn og aftur óskum við eftir nákvæmri skýrslu um hvernig eftirliti með neysluvatni er háttað.

 

Gróðurgámur

Óskað er eftir að gróðurgámur verði staðsettur í þorpinu allt sumarið.

 

Umgengni í þorpinu

Hverfisráðið óskar eftir að bæjaryfirvöld hreinsi til númerslaus bílhræ sem standa í vegköntum og yfirfari stöðuleyfi gáma sem eru víðsvegar um þorpið. Sömuleiðist þarf að taka til hendinni á oddanum.

 

Næsti fundur sunnudaginn 28. maí.

 

Fundi slitið

Er hægt að bæta efnið á síðunni?