Félagafundur 10. febrúar 2016

Fundur var haldinn á Eyrarvegi heima hjá Ívari 10 febrúar 2016 klukkan 18:00.

 

Mætt á fund: Ívar, Hrefna, Soffía, Guðmunda, Bryndís og Jónatann.

 

Kynnt er fyrir ráðinu nýjum reglum um vetrarþjónustu Ísafjarðarbæjar og breytingum sem hafa orðið varðandi það (sjá teikningu og minnisblað).

 

Athugasemd kom frá aðila í ráðinu um að það ætti að bæta við Goðatúni í forgang 1 vegna þess að starfsmaður frá Orkubúinu býr þar og þarf að fara setja rafmagnið aftur á þegar það verður rafmagnslaust í bænum.

 

Nokkrir aðilar í ráðinu komu með athugasemd um að þegar allt fer á kaf og mikið er að moka, að það eigi að ráða verkamann til að hjálpa við snjómokstur fyrst að auka grafa sé á staðnum. Einnig fannst þeim að eigi að ryðja í gegnum allar götur bæjarins áður en þær verða mokaðar frekar.

 

Aðili í ráðinu kom með tillögu um hvort það væri ekki sniðugt að leggja fram þessari teikningu varðandi forgang 1, 2 og 3 til mokstursmennina á Flateyri, þeir þekkja göturnar og gætu komið með góðar athugasemdir.

 

Rætt var um vatnsleysi og hvort eitthvað standi ekki til hjá Ísafjarðarbæ að laga það mál.

Einnig var rætt um húsnæði leikskólans, það sé ekki í góðu standi, fúið og myglað.

 

Það kom beiðni frá Úlfari Önundarsyni um að halda eigi opinn fund með Flateyringum/Önfirðingum og bæjarstjóra og bæjarverkstjóra.

 

Hverfaráðið vill boða til opinnar fundar með Flateyringum/Önfirðingum, bæjarstjóra og bæjarverkstjóra varðandi snjómokstur, vatnsleysi og húsnæði leikskólans.

 

Fundi var svo slitið klukkan 19:00

Er hægt að bæta efnið á síðunni?