Aðalfundur hverfaráðs Önundarfjarðar 8. september 2022

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundaritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Kjör stjórnar (5 + 2 til tveggja ára)
  4. Fleiri venjuleg aðalfundarstörf
  5. Önnur mál

Fundur settur 18.00

Kosning fundarstjóra

Hjörleifur Finnsson er einróma kosinn fundastjóri. Hrönn Garðarsdóttir fundaritari.

Skýrsla stjórnar

Ívar leggur fram skýrslu stjórnar munnlega, og voru nokkrar umræður um hana samhlið flutningi. Eftirfarandi er það helst sem fram kom:

Starfssemi Hverfaráðs hefur verið minni en oft áður, mögulega vegna tilkomu verkefnastjóra, sem hefur sinnt þó nokkrum verkefnum sem Hverfaráðið aður sinnti, þó hefur Hverfaráðið hist nokkuð reglulega þegar verkefnstjóri hefur beðið um fund, m.a. þrisvar sinnum á árinu 2022. Ívar hefur verið að ganga á eftir fjármagni frá bænum við bæjarritara. Svar bæjarins er að þetta sé í skoðun. Virðist sem bærinn ætli að ráðstafa 5 milljónum í skautasvellið, en það væri hverfaráðsins að forgangsraða fjármunum í verkefni. Í raun á hverfaráðið inni pening hjá bænum. Af þeim peningum sem ráðið hefur fengið hér áður fyrr hefur mest farið í minningagarðinn. Hjörleifur segist hafa minnst á þessi peningamál við Örnu bæjarstjóra í s.l viku, sem ætlaði að skoða málið. Hann telur mikilvægt fyrir hverfaráðið að fylgjast vel með fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár, hvort peningur til hverfaráða sé inni í áætlun. Nýi meirihlutinn í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar var með á stefnuskránni að hverfaráðin yrðu einhversskonar heimastjórn ekki ólíkt og gert hefur verið í Múlaþingi. Verður forvitnilegt hvort slíkt muni eiga sér stað. Með aðstoð Hjörleifs skrifaði hverfaráðið bréf ásamt íbúasamtökum Þingeyrar til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, þess efnis að Ísafjarðarbær skyldi að auglýsa störf sín, sem hægt er að vinna án fastrar starfstöðvar, einnig með staðsetningu í samvinnurýmunum á Þingeyri og Flateyri.

Kjör stjórnar (5 + 2 til tveggja ára)

Soffía segir sig frá frekari stjórnarstörfum. Henni þakkað framlag sitt á undaförnum árum með lófaklappi.

Eftirtaldir kosnir einróma í nýja stjórn Hverfaráðsins:

Hrönn Garðarsdóttir

Kristbjörg Sunna Reynisdóttir,

Ívar Kristjánsson

Jóhann Ingi Þorsteinsson

Eyjólfur Karl Eyjólfsson

Hrönn Garðarsdóttir var kjörinn formaður en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum.

Varamenn í stjórn voru kjörnir:

Guðrún B. Guðmundsdóttir

Bernharður Guðmundsson

Fleiri venjuleg aðalfundastörf

Hverfaráðið er ekki rekið á sér kennitölu, heldur sem ein af ráðgefandi nefndum sveitarfélagsins og skilar því ekki ársreikningi. Ekki var því um fleiri venjulega aðalfundarstörf að ræða.

Önnur mál

Umræða um heimastjórn og Flateyrarverkefnið. Hjörleifur nefndi nýlega við bæjarstjóra að funda þyrfti með íbúum Flateyrar um verkefni Flateyrar ekki síðar en í komandi nóvember. Mörgum verkefnum verði ólokið þegar verkefnastjóri hefur lokið sínu starfi í maí 2023. Tillaga að hafa íbúafund þar sem rætt er hvað hafi verið vel gert og lokið en ekki síður en hvað þarf að klára eða halda áfram. Bæjarstjórn Ísafjarðar gæti farið fram á það við ríkisstjórn að halda áfram með Flateyrarverkefnið líkt og hægt er að framlengja verkefni undir hatti Brothættra Byggða. Bernharður nefnir að hlutverk hverfisráðs var að vera málsvari hvers byggðakjarna til að einfalda stjórnsýsluna en raunin hafi orðið önnur. Hjörleifur bendir á að aðalfundurinn geti lagt til við bæjarstjórn að leggja til að haldinn verði íbúafundur.

Aðalfundur felur stjórn hverfaráðs að funda með bæjarstjórn um áframhald á Flateyrarverkefninu og tilheyrandi verkefnastjórastöðu á Flateyri.

Fundi slitið 18:39

Er hægt að bæta efnið á síðunni?