Hátíðarnefnd - 5. fundur - 2. febrúar 2016

Dagskrá:

1.  

Sýningar og söfn í tengslum við kaupstaðarafmæli - 2015090060

 

Farið verður yfir sýningarmuni sem tengjast 150 ára kaupstaðarafmælinu.
Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafnsins, mætir til fundarins.

 

Jón Sigurpálsson gerði grein fyrir þeim sýningum sem gert er ráð fyrir að settar verði upp í tilefni af 150 ára kaupstaðarafmælinu, jafnframt voru ræddar hugmyndir að frekari sýningum.

 

 

Gestir

 

Jón Sigurpálsson - 08:10


Jón Sigurpálsson yfirgaf fundinn kl. 8:48.

 

   

2.  

Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060

 

Farið er yfir þau verkefni sem liggja fyrir nefndinni vegna skipulagningar hátíðarhalda 150 ára kaupstaðarafmælisins í sumar.

 

Nefndin skipti með sér verkum vegna hátíðardagskrár 14.-17. júlí nk. og setti upp beinagrind að dagskrá.

 

   

3.  

Leiksýning - Litli leikklúbburinn 2016 - 2016010058

 

Lagt er fram bréf Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, formanns Litla leikklúbbsins, dags. 17. janúar sl., varðandi leiksýningu félagsins í tilefni af 50 ára afmæli leikklúbbsins.
Á 915. fundi bæjarráðs tók bæjarráð jákvætt í erindið og vísaði því til Hátíðarnefndar.

 

Hátíðarnefnd þakkar erindið og telur ekkert nema sjálfsagt að Litli leikklúbburinn auglýsi leikritið Rauðhetta í tengslum við stórafmæli Ísafjarðarbæjar.

 

   

 

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:28

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Jónas Þór Birgisson

Kristján Andri Guðjónsson

 

Inga Steinunn Ólafsdóttir

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?