Hafnarstjórn - 186. fundur - 13. september 2016

Dagskrá:

1.  

Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2016 - 2013060031

 

Boðun á hafnarsambandsþing 2016 sem haldið verður á Ísafirði dagana 13. og 14. október.

 

Allar aðalmenn hafnarstjórnar verða fulltrúar á þinginu.

 

   

2.  

Staða hafna á Íslandi - 2016090028

 

Fyrir fundinum liggur skýrsla unnin fyrir innanríkisráðherra vegna stöðu hafna á Íslandi lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015-2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2016 - 2013060031

 

Fyrir fundinum liggja drög að stefnumörkun Hafnasambands Íslands dagsett 19/08/2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2016 - 2013060031

 

Fyrir fundinum liggur fundargerð 386. stjórnarfundar Hafnasambandsins.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

 

Erindi frá hafnastjóra vegna hugmyndar um stækkun Sundahafnar á Ísafirði.

 

Mikilvægt er að hafnarstjórn sé höfð með í ráðum þegar kemur að framtíðaruppbyggingu og -skipulagi á hafnarsvæðum sveitarfélagsins. Að öðru leyti tekur stjórnin vel í hugmyndir um uppbyggingu á Sundahöfn og leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir fjármagni í frumhönnun verksins á fjárhagsáætlun 2017.

 

   

6.  

Tenderbryggja á Norðurtanga - 2016090030

 

Fyrir fundinum liggur minnisblað hafnastjóra vegna hugmyndar um að færa Tenderaðstöðu út í Norðurtanga á Ísafirði.

 

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna áfram að uppbyggingu aðstöðu fyrir móttöku léttabáta stórra skemmtiferðaskipa í samstarfi við tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Daníel Jakobsson og Hafdís Gunnarsdóttir fulltrúar D-lista og Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi B-lista leggja fram eftirfarandi sérálit: „Það er ánægjulegt að verið sé að huga að því að bæta aðstöðu fyrir s.k. léttabáta af skemmtiferðaskipum. Hinsvegar virðist svo vera, við fyrstu sýn a.m.k., að ekki sé heppilegt að gera það á Norðurtanga.
Í fyrsta lagi er ólíklegt að þetta svæði ráði við þá auknu umferð sem þetta kallar á.
Í öðru lagi þarf að vera mikið svæði fyrir rútur og aðra þjónustu sem ekki er pláss fyrir á þessum stað.
Í þriðja lagi er óhagstætt að byggja upp aðstöðu til móttöku skemmtiferðaskipa á tveimur stöðum á höfninni.
Heppilegra væri því að leita fyrst leiða til að bæta aðstöðu til móttöku léttabáta við Sundabakka eða í nágrenni hans og reyna að gera þá aðstöðu þannig úr garði að sómi sé að. Þannig mætti samhliða bæta aðstöðu fyrir þau skip sem leggjast upp að bakka.“

 

   

7.  

Stofnun Hollvinafélags Bæjarbryggjunnar á Ísafirði - 2016080011

 

Lagt fram bréf Friðgerðar Samúelsdóttur f.h. stjórnar Hollvinafélags Bæjarbryggjunnar á Ísafirði, dags. í júlí 2016. Bréfinu var vísað til hafnarstjórnar af bæjarráði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Daníel Jakobsson

Hafdís Gunnarsdóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Valur Sæþór Valgeirsson

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Jóna Benediktsdóttir

 

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?