Hafnarstjórn - 183. fundur - 1. mars 2016

 Dagskrá:

1.  

Mávagarður - Þybbumannvirki - 2016030002

 

Fyrir fundinum liggja 2 tillögur að þybbumannvirki, annars vegar frá Verkís og hins vegar frá hafnamálasviði Vegagerðar Íslands ásamt minnisblaði frá báðum aðilum.

 

Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að leggja mat á tillögurnar og leggja álit fyrir nefndina.

 

   

2.  

Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

 

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 380. og 381. stjórnarfunda Hafnasambands Íslands.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

   

3.  

Viðbragðsáætlun vegna bráðarmengunar innan hafnarsvæða - 2016010016

 

Fyrir fundinum liggja drög að viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar unnin af Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

 

Nefndin þakkar umhverfisfulltrúa fyrir vel unnin drög.

 

 

Gestir

 

Ralf Trylla - 12:20

 

   

4.  

Umhverfisstefna Ísafjarðarbæjar - 2011090086

 

Undir þessum lið mætir Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og kynnir fyrir hafnarstjórn hugmyndir sínar varðandi umhverfisstefnu.

 

Lagt fram til kynningar.


Ralf Trylla yfirgaf fundinn klukkan 12.30.

 

   

5.  

Ljósmyndasýning á hafnarsvæði - 2016030003

 

Fyrir fundinum liggur tölvupóstur frá Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Safnahúss dags. 19.02.2016 þar sem gerð er tillaga að ljósmyndasýningu sem sýnir Ísafjörð í vetrarbúningi.

 

Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu.

 

   

6.  

Mávagarður C - umsókn um lóð - 2014120069

 

Vestfirskir verktakar sækja um endurnýjun á lóðarumsókn fyrir lóðina Mávagarður C skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015.
Umsókninni er vísað til umsagnar í hafnarstjórn.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

 

Gestir

 

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - 12:37

 

   

7.  

Umsóknir um lóðir á Suðurtanga - 2016020037

 

Fyrir fundinum liggur bréf frá Pétri Sigurðssyni, viðskiptastjóra Skeljungs dags. 22. febrúar 2016 vegna umsóknar á lóð fyrir eldsneytisafgreiðslustöð sem á að koma i staðinn fyrir tank sem er núna við vegg hjá afgreiðslustöð Eimskipa / Flytjanda.

 

Nefndin felur hafnarstjóra að ræða við bréfritara í þeim tilgangi að finna aðra útfærslu.

 

   

8.  

Mávagarður B - Umsókn um lóð - 2016010041

 

Vestfirskir verktakar sækja um lóðina Mávagarður B skv. gildandi deiliskipulagi. Umsókn dags. 15. janúar 2015. Umsókninni vísað til umsagnar í hafnarstjórn.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

9.  

Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

 

Fyrir fundinum liggja tillögur að deiliskipulagi á Suðurtanga.

 

Lagt fram til kynningar.


Ólöf Guðný Valdimarsdóttir yfirgaf fundinn klukkan 13.04.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05

 

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Daníel Jakobsson

Hafdís Gunnarsdóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Valur Sæþór Valgeirsson

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Guðmundur M Kristjánsson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?