Hafnarstjórn - 177. fundur - 10. febrúar 2015

Dagskrá:

1.

2015020034 - Húsnæðismál hafnar og Byggðasafns Vestfjarða

 

Fyrir fundinum liggur minnisblað hafnarstjóra um geymsluþörf Ísafjarðarhafnar og Byggðasafns Vestfjarða.

 

Fyrir fundinum liggur minnisblað hafnarstjóra er varðar sameiginlega húsnæðisþörf hafnarinnar og Byggðasafns Vestfjarða. Höfninni hefur boðist leiga með forkaupsrétti á geymsluhúsnæði.
Mættir eru undir þessum lið Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar að ræða við húseiganda í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

2.

2013060031 - Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015

 

Lagðar fram fundagerðir 370. og 371. stjórnarfundar hafnasambands Íslands.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2015020034 - Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2015-2016

 

Fyrir fundinum liggja tilboð frá Vegagerðinni hafnamálasviði og Verkís vegna hönnunar og eftirlits á byggingu þybbu við enda Mávagarðs.

 

Tilboð Vegagerðarinnar er samtals kr. 5.700.000 og tilboð Verkís kr 3.662.500.
Hafnarstjórn leggur til að samið verði við Verkís um hönnun og eftirlit á framkvæmdinni.

 

   

4.

2015020034 - Heimildakvikmynd um vita á Íslandi

 

Lögð er fram beiðni frá Dúa Landmark um styrk til heimildamyndargerðar um vita landsins.

 

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar því að gerð sé kvikmynd um vita landsins en telur sér því miður ekki fært að styrkja verkefnið.
Hafnarstjórn bendir umsækjanda á að það gjald sem innheimt er af erlendum skipum, svo kallað vitagjald, gæti hugsanlega lagt verkefninu lið.

 

   

5.

2013060031 - Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015

 

Fyrir fundinum liggur ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2014

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2013060031 - Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015

 

Fyrir fundinum liggur niðurstaða könnunar Hafnasambands Íslands meðal sveitarstjórnar- og hafnamanna á Íslandi.

 

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar hafnasambandinu fyrir að hafa ráðist í þessa könnun um huganlega samvinnu og sameiningu hafna. Þar sem niðurstaða könnunnarinnar er á þann veg að meirihluti sveitar- og hafnarstjórnamanna telja að samvinna og/eða sameining hafnasjóða muni styrkja hafnasjóðina.
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar felur hafnarstjóra að kanna hjá Bolungavíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi hvort að þeir sjái einhvern flöt á þessu máli og séu til í hugsanlegar viðræður á grundvelli þessarar könnunar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:04

 

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Jóna Benediktsdóttir

Sigurður Jóhann Hafberg

 

Hafdís Gunnarsdóttir

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

Ragnar Ágúst Kristinsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Guðmundur M Kristjánsson

Hjördís Þráinsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?