Hafnarstjórn - 173. fundur - 12. ágúst 2014

1.         Hafnasambandsþing Hafnasambands Íslands árið 2014. 2011-01-0034.

Erindi frá Vali Rafni Halldórssyni, starfsmanni Hafnasambands Íslands, þar sem boðað er til Hafnasambandsþings á Dalvík og Siglufirði dagana 3.-5. september nk.   http://hafnasamband.is/fundir-og-radstefnur/hafnasambandsthing-2014/ 

Hafnarstjórn ákveður að Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Hafberg sæki þingið.

 

2.         Undirbúningur vegna fjáhagsáætlunar. 2014-08-0027.

            Minnisblað hafnarstjóra er varðar væntanlegar framkvæmdir árið 2015.

  1. Flotbryggja smábáta á Flateyri. Gert verður ráð fyrir 8 bása bryggju þar sem 2 bátar verði á saman bás. Bryggjan er hugsuð samsíða grjótgarði utan við olíuflotbryggju. Tækniþjónusta Vestfjarða er að kanna umfang verkefnisins. Ákveðið að Tækniþjónusta Vestfjarða haldi áfram með hönnun á verkefninu.
  2. Gamli Olíumúli. Gert verður ráð fyrir að reka niður staura á 1-1.5 metra millibili sem síðar verða klæddir 2x8“ borðum. Tækniþjónusta Vestfjarða er að vinna frumskissu að þessu verkefni í samræmi við hugmyndir Erlu Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik á Ísafirði, sem áður hefur verið kynnt í hafnarstjórn. Hafnarstjórn stefnir á að það verði unnið að uppbyggingu í samræmi við áður framkomnar tillögur.
  3. Gámaplan við Sundabakka. Nauðsynlegt verður að grafa upp að hluta gámaplans við Sundabakka og lagfæra niðurfallslagnir sem og að malbika yfir. Hafnarstjórn telur mikilvægt að þetta verði lagfært. Verkefnið verði unnið í samstarfi við tæknideild Ísafjarðarbæjar
  4. Malbika svæði við hafnarkant á Mávagarði sem og að girða hafnaraðstöðuna af frá annari starfssemi á svæðinu þar sem Mávagrður verður að vera ISPS vottaður vegna starfseminnar sem þar fer fram. Hafnarstjórn stefnir á að þetta verði gert.
  5. Kaupa og setja upp nýtt myndavélaeftirlitskerfi í samræmi við fyrri tillögur hafnarstjórnar til að uppfylla öll skilyrði ISPS vottunnar fyrir allt hafnarsvæðið á Ísafirði. Ákveðið er að gert verði ráð fyrir þessu á fjárhagsáætlun ársins 2015.
  6. Athuga endurnýjun á bifreiðum hafnarinnar. Gert er ráð fyrir að kaupa eina bifreið á næsta ári.
  7. Gerð verði könnun á umfangi og kostnaði vegna sigs á hafnarkantinum á Flateyri þar sem orðið er mjög aðkallandi að bregðast við því og koma í veg fyrir frekara tjón á mannvirkjum.
  8. Hafnarstjórn ákveður að sett verði hlið á geymsluport á Suðurtanga.
  9. Hafnarstjórn telur góða reynslu hafa fengist við útboð á snjómokstri og stefnir á að snjómokstur verði boðinn út til lengri tíma jafnvel tveggja til þriggja ára.

Fleira ekki gert fundi slitið klukkan 13:30

 

Kristján Andri Guðjónsson               

Jóna Benediktsdóttir             

Sigurður Hafberg

Daníel Jakobsson                  

Hafdís Gunnarsdóttir            

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?