Hafnarstjórn - 172. fundur - 27. júní 2014

1. Erindisbréf hafnarstjórnar og kosning formanns, varaformanns og ritara hafnarstjórnar. 2012-11-0034.

Erindi frá bæjarráði dagsett 10. júní síðastliðinn.

Rætt var um tæknilegar breytingar á erindisbréfi hafnarstjórnar og tillögum að breytingum verði komið til bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum. Hafnarstjórn ákveður mánaðarlega fundi sem skuli haldnir annan þriðjudag hvers mánaðar klukkan 16:15. Hafnarstjórn ákveður að fundi megi boða með sólarhrings fyrirvara og að fundarboð verði sent út með tölvupósti.

 

2.      Suðureyri steypt þekja 2014. 2012-01-0001.

Erindi frá Fannari Gíslasyni hjá Vegagerð ríkisins dagsett 10. júní sl þar sem greint er frá opnun tilboða í verkið Steypt þekja 2014. Tilboð bárust frá tveimur aðilum svohljóðandi.

 

Vestfirskir Verktakar                 kr.39.696.070.

Geirnaglinn ehf.                        kr. 44.707.900.

Kostnaðaráætlun hönnuða         kr.40.736.800.

 

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að tilboði Vestfirska Verktaka verði tekið. Hafnarstjórn ítrekar fyrri afstöðu sína um að þegar  breyting liggur fyrir á hafnalögum muni sú upphæð sem útaf stendur af framkvæmdunum verða sótt í Samgönguáætlun. Vakin er sérstök athygli á að samkvæmt fyrirliggjandi lögum er ríkisframlag ákveðið 60 % en fyrirsjánlegt er að það mun vanta verulega upp á það. Hafnarstjón bendir á að ekki er fyrirliggjandi fjárheimild til staðar í fjárhagsáætlun  2014 og felur hafnarstjóra að útbúa viðauka og senda erindi þar að lútandi til Bæjaráðs.

 

3.      Vogarhús á Suðureyri           . 2014-05-0002.         

Erindi frá Samúel Orra Stefánssyni hjá Tækniþjónustu Vestfjarða dagsett 20. júní sl., þar sem greint er frá opnun tilboða í Vogarhús á Suðureyri. Tilboð bárust frá þremur aðilum svohljóðandi.

 

Geirnaglinn ehf.                      kr. 12.003.760

Vestfirskir Verktakar ehf.       kr. 13.769.750

Gamla Spýtan                         kr. 17.946.560

Kostnaðaráætlun hönnuða er kr. 11.683.549

 

Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að tilboði Geirnaglans verði tekið en bendir jafnframt á að

ekki er fyrirliggjandi fjárheimild til staðar í fjárhagsáætlun  2014 og felur hafnarstjóra að útbúa viðauka í samráði við fjármálastjóra og senda erindi þar að lútandi til Bæjaráðs.

 

4. Fundargerð 365 stjórnarfundar Hafnasambands Íslands.

Fyrir fundinum er fundargerð stjórnarfundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 15. maí síðastliðinn.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      Önnur mál.

a)      Lagt er til að hafnarstjórn taki sér tíma og fari í stefnumótunarvinnu og geri áætlun um fjárfestingar og framkvæmdir fyrir næstu fjögur ár.

 

Fundi slitið klukkan 13:10.

  

Kristján Andri Guðjónsson               

Sigurður Hafberg                  

Daníel Jakobsson

Kolbrún Sverrisdóttir                        

Hafdís Gunnarsdóttir            

Gísli H Halldórsson

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?