Hafnarstjórn - 171. fundur - 4. apríl 2014

1.     Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar. 2010-08-0057.

Erindi frá Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarritara, er varðar kynningu á þeim málefnum sem að hafnarstjórn snúa í nýrri útgáfu af Atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.

Hafnarstjórn þakkar fyrir vel unna atvinnumálastefnu og tekur fyllilega undir þau atriði sem að hafnarstjórn lúta og mun fylgja þeim eftir.

 

2.      Deiliskipulag á Þingeyri. 2009-12-0009.

Fyrir fundinum liggur tillaga að nýju deiliskipulagi á Þingeyri.

Hafnarstjórn telur að fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi sé verulega til bóta fyrir bæjarásýnd Hafnarstrætis á Þingeyri. Hafnarstjórn bendir hins vegar á að sú starfsemi og fyrirkomulag vegna starfsrækslu og notkunar bílavogar muni með öllu skerðast og nánast óframkvæmanlegt að hún notist eins og verið hefur þegar um stórar landanir er um að ræða. Til þess að þetta verði hægt þá verður að finna bílavoginni annan stað til að þjónusta hafnarinnar við viðskiptavini verði ekki skert. Hafnarstjórn krefst þess að ef þessi breyting nær fram að ganga þá verði gert ráð fyrir fjármagni til flutnings bílavogarinnar í framkvæmdaáætlun varðandi flutning á gamla Kaupfélagshúsinu.

 

3.      Fundargerð 363 og 264. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands            

Fundargerð 363. og 364. stjórnarfunda sem haldnir voru 28/02 og 28/03 sl.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð stjórnarfundar Cruise Europe.

Fyrir fundinum er fundargerð stjórnarfundar Cruise Europe sem haldinn var 10/3 sl.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      Olíuafgreiðsla á Flateyri. 2014-04-0011.

Fyrir fundinum er erindi frá Pétri S Sigurðssyni fyrir hönd Skeljungs þar sem óskað er eftir leyfi til þess að flytja olíuafgreiðslutank Skeljungs að flotbryggju N1, en félögin hafa komist að samkomulagi um að samnýta flotbryggju til afgreiðslu á bátaeldsneyti.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd og telur flutinginn til bóta.

 

6.      Önnur mál.

a)      2014-04-0001. Hafnarstjórn harmar þá tilkynningu Vísis hf, um að loka starfsstöð sinni á Þingeyri. Starfsemi Vísis hefur verið hryggjarstykkið í starfssemi hafnarinnar á Þingeyri og er forsenda þess að halda úti stöðugildi á höfninni. Hafnarstjórn hefur áhyggjur af framtíð veiða og vinnslu á Þingeyri og skorar á fyrirtækið að endurskoða ákvörðun sína. Hafnarstjórn beinir því einnig til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leitað verði allra þeirra leiða sem hugsast getur til að lágmarka skaðann.

 

b)     2011-01-0034 Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að tekið verði til hliðar fjármagn í samræmi við tillögur hafnarstjórnar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2014 til að hefja framkvæmdir við endurbyggingu á Gamla Olíumúla.

 

c)      Hafnarstjóri skýrði frá þátttöku sinni á ráðstefnunni SeaTrade Miami sem fór fram 10-15 mars síðastliðinn. Hafnarstjóri skýrði ennig frá því að honum var boðið að taka þátt í námskeiði á vegum Carnival og Costa Cruises varðandi aðhlynningar farþega sem verða að yfirgefa skip í höfn.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:40

  

Gísli Jón Kristjánsson                                               

Marzelíus Sveinbjörnsson

Kristjá Andri Guðjónsson                                        

Sigurður J Hafberg                

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?