Hafnarstjórn - 168. fundur - 26. nóvember 2013

1.        Erindi frá HG. 2013-11-0034.

Fyrir fundinum liggur bréf frá Sverri Péturssyni, útgerðarstjóra, og Páli Halldórssyni, skipstjóra á Páli Pálssyni, er varðar óviðunandi ástand í innri höfninni á Ísafirði.

Hafnarstjóri kynnti svar við bréfinu. Lagt fram til kynningar.

 

2.        Tekjur hafnarinnar. 2011-01-0034.

Fyrir fundinum liggur lausleg samantekt síðustu 9 mánaða á helstu tekjuliðum Hafna Ísafjarðarbæjar þar sem fram kemur að tekjur eru talsvert meiri en áætlun gerði ráð fyrir.

Hafnarstjóri kynnti bráðabirgðartölur úr 9 mánaða uppgjöri þar sem kom fram að rekstur hafnarinnar gengur vel.

 

3.        Fundargerð 360. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands.                                   

Fundargerð 360. stjórnarfundar sem haldinn var 18. október sl.

Lagt fram til kynningar

 

4.        Fundargerð stjórnar Cruise Europe.

Fundargerð stjórnarfundar Cruise Europe, sem haldinn var 23. september sl. Einnig fylgir fundargerðinni endurskoðuð fjárhagsáætlun Cruise Europe 2013-2015.

Lagt fram til kynningar.

 

5.        Önnur mál. 2011-01-0034.

Hafnarstjóri greindi frá því að Ármann Múli Karlsson hafi verið ráðinn hafnarvörður á Þingeyri. Hafnarstjórn býður Ármann Múla velkominn til starfa, og þakkar ennfremur Sigríði Ólafsdóttur fyrir samstarfið á liðnum árum.

Hafnarstjóri skýrði frá því að lokaverkfundur hafi verið á Suðureyri 25. nóvember, og vegna framkvæmda á Mávagarði 26. nóvember. Voru mannvirkin bæði afhent hafnarsjóði til notkunar. Hafnarstjórn þakkar verktökum fyrir vel unnin verk.

Hafnarstjórn óskar eftir því að frágangur verði gerður með aðfyllingu að þekju á Mávagarði til að tryggja almennt aðgengi. Einnig að akvegur að Mávagarði verði lagaður.

Hafnarstjórn leggur til að eftir áramót verði farið í fundarferð á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Einnig að stefnt verði að opnum fundi á Ísafirði með hagsmunaaðilum.

Stefnt er að halda fund 13. desember klukkan 17:00.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  14:05

 

Gísli Jón Kristjánsson       

Ragnar Kristinsson     

Marzellíus Sveinbjörnsson

Kristján Andri Guðjónsson           

Kolbrún Sverrisdóttir 

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?