Hafnarstjórn - 167. fundur - 30. september 2013

 

Í upphafi fundar minntist hafnarstjórn Jóhanns Bjarnasonar, fyrrverandi hafnarstjórnarmanns, sem lést þann 21. ágúst síðastliðinn.

Jóhann Bjarnason var fæddur á Suðureyri þann 19. október 1938. Jóhann var mjög virkur í félagsmálum, meðal annars var hann alla tíð áberandi í sveitarstjórnarmálum og var hann hreppsnefndarmaður og fulltrúi í hafnarnefnd Suðureyrar um árabil.

Árið 1996 þegar Ísafjarðarbær varð til við sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum þá varð Jóhann Bjarnason aðalfulltrúi í hafnarstjórn til ársins 2006 en varamaður í hafnarstjórn 2006 til dauðadags.

Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar sér á eftir öflugum samstarfsmanni og sendir afkomendum Jóhanns Bjarnasonar samúðarkveðjur.

 

1. Fjárhagsáætlun 2014. 2013-06-0033.

Fyrir fundinum liggur uppkast af fjárhagsáætlun unnin af fjármálastjóra.

Hafnarstjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlunargerð. 

 

2. Gjaldskrá 2014. 2013-06-0033. 

Fyrir fundinum liggur gjaldskrá 2013 til endurskoðunar fyrir árið 2014

Hafnarstjórn leggur til að hafnargjöld hækki um 4% og aflagjald verði óbreytt 1,58%

 

3. Framkvæmdir Suðureyri 2014. 2012-01-0001.                                           

Minnisblað hafnarstjóra er varðar framhald framkvæmda á Suðureyri.

Hafnarstjórn leggur til að farið verði í lok verkefnisins „þekja og lagnir á Suðureyri” ásamt því að gerð verði ný aðstaða vigtarmanns við norðurenda hafnarinnar. Einnig að keyptur verði nýr löndunarkrani.

 

4. Undanþága frá hafnsögu. 2011-01-0034.

Erindi frá Eimskipafélagi Íslands hf. dagsett 16. ágúst sl. þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsögu til Ísafjarðar  til handa Vladislav Popov, skipstjóra á strandferðaskipinu Horst B. Meðfylgjandi bréfinu er afrit af atvinnuskírteini Vladislavs Popovs.

Hafnarstjórn samþykkir að veita Vladislav Popov  undanþágu frá hafnsögu í samræmi við 6.gr.  hafnarreglugerðar Ísafjarðarhafnar. Hafnarstjórn veitir eingöngu undanþágu hafnsögu að Sundabakka.

 

5. Fundargerð 359. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram fundargerð 359. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 3. sept. sl.

Lagt fram til kynningar.

 

6. Gamli Olíumúli. 2012-01-0001.

Fyrir fundinum liggur tillaga frá Teiknisofunni Eik vegna fyrirhugaðrar aðstöðubyggingar á gamla olíumúla (frumdrög).

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera tillögu að framkvæmdaáætlun vegna uppbyggingar á Gamla Olíumúla og gera ráð fyrir framkvæmdum á fyrsta hluta í samræmi við umræður á fundinum.

 

7. Olíutankur á Flateyri.

Erindi frá Olís þar sem óskað er leyfis til að staðsetja 3.000 ltr. olíutank á bátahöfninni á Flateyri.

Hafnarstjórn veitir leyfi fyrir að settur verði upp tankur en að hann verði þannig útbúinn að það verði öllum sem vilja gert kleift að versla olíu.

8. Myndavélakerfi á Ísafirði. 2011-01-0034.

Fyrir fundinum liggur tillaga frá Öryggismiðstöð Íslands um endurnýjun og stækkun á Öryggismyndavélakerfi á Ísafjarðarhöfn.

Hafnarstjórn gerir ráð fyrir að fara í þetta verkefni á næsta ári.

9. Lóð við Brjótinn á Suðureyri. 2013-09-0046.

Erindi frá Jóhanni Birki Helgasyni er varðar umsókn Fisherman um tímabundna lóð við brjótinn á Suðureyri.

Hafnarstjórn bendir á að Brjóturinn er aflagt hafnarmannvirki og telur að málið heyri undir Umhverfisnefnd.

10. Önnur mál.

a)      2013-09-0020. Rætt er um geymsluport á Suðurtanga og hvort hugsanlegt væri að gera ráð fyrir geymslusvæði austan megin við vegslóðann sem liggur þarna niður eftir. Hafnarstjóra falið að skoða málið með sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

b)      Rætt var um hvort  hugsanlegt væri að rífa Grænagarðsbryggjuna. Hafnarstjóra falið að kanna málið í samráði við Vegagerðina.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.

 

Gísli Jón Kristjánsson

Guðfinna Hreiðarsdóttir                    

Marzellíus Sveinbjörnsson

Kristján Andri Guðjónsson    

Sigurður Hafberg       

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?