Hafnarstjórn - 166. fundur - 3. júní 2013

1.    Deiliskipulag á Suðurtanga á Ísafirði. 2011-02-0059.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar kynnir deiliskipulag á Suðurtanga á Ísafirði.

Jóhann fór ítarlega yfir það deiliskipulag sem nú er til umfjöllunar hjá umhverfis- og eignasviði og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Hafnarstjórn þakkar Jóhanni fyrir greinagóða lýsingu á deiliskipulaginu.

Jóhann vék af fundi kl. 17:50. 

 

2.      Erindisbréf  hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar. 2012-11-0034. 

Lagt fram erindisbréf hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar til endurskoðunar.

Hafnarstjórn leggur til að erindisbréfi verði breytt þannig að þess sé getið að fulltrúar í hafnarstjórn verði 5 í stað 7 fulltrúa eins og nú er kveðið á um. Einnig að skoðað verði sérstaklega ákvæðið um að höfnin starfi á hafnarmálasviði.

 

3.      Minnisblað hafnarstjóra varðandi þau verkefni sem eru í gangi og á samgönguáætlun. 2012-01-0001.                        

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, í sjö liðum, varðandi verkefni í gangi sem og verkefni á samgönguáætlun.

Verkin eru; færsla á flotbryggju, skábraut á Ísafirði, lagnir og þekja á Mávagarði og flotbryggja fyrir farþegabáta skemmtiferðaskipa.

Verkefni á samgönguáætlun varðandi endurnýjun stálþils á Suðureyri, dekkjamál á bryggjum og úttekt á öryggismálum Hafna Ísafjarðarbæjar.

 

4.   Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar, vinnuskjal dagsett 24. maí 2013. 2010-08-0057.

Erindi frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett 27. maí sl., er varðar tillögu Örnu Láru Jónsdóttur um atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar, sem ákveðið er að vinna með Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Hafnarstjórn óskar eftir að nýjustu drög að atvinnumálastefnu verði send á hafnarstjórn.

 

5.   Fundargerð 357. fundar stjórnar hafnasambands Íslands.

Lögð fram fundargerð 357. fundar hafnasambands Íslands sem haldinn var    8. maí sl.

Lagt fram til kynningar

 

6.   Fundargerð stjórnar og aðalfundar Cruise Europe.

Fundargerðir stjórnar og aðalfundar Cruise Europe sem haldinn var í Le Havre 23. til 25. apríl sl. Einnig fylgir fjárhagsáætlun og félagsgjaldaáætlun.

Lagt fram til kynningar.

 

7.   Skýrsla Pollnefndar Ísafjarðarbæjar. 2012-04-0002.

Fyrir fundinum liggur skýrsla starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði, sem gerð var fyrir bæjarstjórn. Í skýrslunni koma fram hugmyndir og vangaveltur um framtíðar skipulagsmál við Pollinn.

Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með vel unna skýrslu og mun taka til skoðunar tillögur um framtíðarskipulag Pollsvæðis.

8.   Fundargerð um alþjóðlega björgunar- og viðbragðsmiðstöð á Íslandi. 2013-06-0031.

Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem hagsmunaaðilar vegna alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsmiðstöðvar á Íslandi hittust á fundi í innanríkisráðuneytinu þann 30. maí sl.

Lagt fram til kynningar.

9.   Önnur mál. Lóðamál- Olíumúli-Fundir framundan.

2012-01-0001.

Hafnarstjóra er falið að tryggja með bráðabirgða girðingu að hindruð verði umferð gangandi vegfarenda um Gamla Olíumúla,  þar sem þekjan er mjög ótrygg.

 

Formaður hafnarstjórnar leggur til að nefndin fari í frí fram í miðjan ágúst n.k. nema að komi upp mál sem þarfnast brýnnar afgreiðslu.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19:15.

 

Gísli Jón Kristjánsson           

Guðfinna Hreiðarsdóttir                   

Marzellíus Sveinbjörnsson

Kristján Andri Guðjónsson   

Sigurður Hafberg      

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?