Hafnarstjórn - 165. fundur - 5. apríl 2013

1. Umsókn um stöðuleyfi.  2013-02-0047.                            

Erindi frá Steinþóri Kristjánssyni fh. Iceland Pro Fishing ehf.,  þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gám á hafnarsvæðinu á Flateyri. Einnig er sótt um svæði fyrir útigrill og sólpall.

Hafnarstjórn veitir Iceland Pro Fishing ehf. stöðuleyfi samkvæmt umsókn fyrir þurrkgáminn, við hliðina á masturshúsi við bátahöfn á Flateyri.

Hvað varðar umsókn um svæði fyrir sólpall og grillaðstöðu vísar hafnarstjórn því erindi til byggingarfulltrúa, þar sem umrætt svæði er ekki innan skilgreinds hafnarsvæðis.

 

2. Lóðarumsókn,  Sindragata 13a, Ísafirði. 2013-02-0068.

Lagður er fram tölvupóstur frá Bernharð Hjaltalín, dags. 27. febrúar sl., þar sem hann sækir um lóðina Sindragata 13a á Ísafirði. Sótt er um lóðina fyrir veitingahús samkvæmt útskýringum byggingarfulltrúa.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við innkomið erindi.

 

3. Sölueiningar innan girðingar á Sundahöfn, Ísafirði. 2013-03-0030.

Erindi frá bæjarráði dags. 27. mars 2013, þar sem óskað er umsagnar hafnarstjórnar á erindi Icecard ehf., Barónstíg 5 101 Reykjavík.

Erindinu er hafnað. Það er ekki heimilt samkvæmt reglum um ISPS hafnverndarsvæði að önnur starfsemi,  en hafnarstarfsemi, fari fram innan hafnverndargirðingar.

 

4. Tilboð í verkin ,,Mávagarður lagnir og þekja“  og ,,Suðureyri niðurrekstur stálþils “. 2012-01-0001.

Lagt fram erindi frá Kristjáni Helgasyni hjá Siglingastofnun, er varðar tilboð í verkið niðurrekstur stálþils á Suðureyri og verkið þekja og lagnir á Mávagarði. Tilboð í rekstur stálþils á Suðureyri frá Íslenska Gámafélaginu kr. 47.993.880.-,  sem er 14% yfir kostnaðaráætlun. Í verkið lagnir og þekja á Mávagarði var lægsta tilboð frá Vestfirskum Verktökum ehf.,  kr. 28.463.984.- sem er 89,8% af kostnaðaráætlun.

Hafnarstjórn leggur til að tilboði Vestfirskra Verktaka ehf.,  verði tekið í þekju og lagnir á Mávagarði.

 

Hafnarstjórn frestar afgreiðslu  tilboðs í rekstur stálþils á Suðureyri,  en aðeins eitt tilboð barst í verkið, sem var talsvert yfir kostnaðaráætlun. Hafnarstjóra er falið að skoða málið í samvinnu við bæjaryfirvöld og Siglingastofnun.

 

5. Önnur mál.

Hafnarstjórn óskar eftir að á næsta fund komi einhver sérfróður aðili frá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, til að kynna deiliskipulag á  hafnarsvæði Ísafjarðar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 18:00.

 

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                          

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Kristján Andri Guðjónsson.                                     

Barði Önundarson.

Jóhann Bjarnason.                                                    

Guðmundur M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?