Hafnarstjórn - 163. fundur - 11. janúar 2013

 1.      Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði. 2011-02-0059.                                           

Erindi frá Umhverfissviði Ísafjarðarbæjar er varðar framlagningu tillögum um deiliskipulag Suðurtanga á Ísafirði.  /is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir/deiliskipulag/deiliskipulag--fundur

Hafnarstjórn þakkar fyrir vel unnið skipulag, en frestar tillögugerð og athugasemdum þar til að kynning á verkefninu hefur farið fram.

 

2.      Framkvæmdir 2013. 2012-01-0001.

Erindi frá hafnarstjóra er varðar fyrirhugaðar framkvæmdir árið 2013.

Útboðsgögn varðandi endurnýjun stálþils á Suðureyri og þekja og lagnir á Mávagarði, Ísafirði, eru nú tilbúin til útboðs.

Ákveðið er að auglýsa Mávagarðsframkvæmdir í helgarblöðunum 19. janúar n.k. og Suðureyri helgina á eftir.

 

3.      Skábraut á Ísafirði. 2012-01-0001.

Verkefni á samgönguáætlun varðandi byggingu skábrautar á Ísafirði fyrir upptöku smábáta.

Hafnarstjórn frestar því til næsta fundar að taka ákvörðun um staðsetningu skábrautarinnar.

 

4.      Önnur mál.

Bent er á að æskilegt væri að rafmagnstengistaur væri staðsettur á stauraflotbryggju í Sundahöfn á Ísafirði. Hafnarstjóra falið að skoða kostnað við að framkvæma það.

Hafnarstjórn óskar eftir að fá sent erindisbréf hafnarstjórnar til endurskoðunar.

Rætt var um farmvernd og siglingarverndarmál Ísafjarðarhafnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55.

 

Gísli Jón Kristjánsson, formaður.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                          

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Kristján Andri Guðjónsson.                                     

Sigurður Hafberg.                 

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?