Hafnarstjórn - 162. fundur - 12. nóvember 2012

1.      Lóðarumsókn á Mávagarði, Ísafirði. 2012-07-0034.                              

Erindi frá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar er varðar umsókn Skeljungs um lóð E undir olíubirgðastöð á Mavagarði, Ísafirði.

Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en bendir á að þessi lóð er ekki skilgreind sem lóð fyrir oliubirgdastöð í gildandi deiliskipulagi.

 

2.      Fiskeldi í Skutulsfirði. 2012-10-0021.

Erindi frá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar er varðar umsögn vegna umsóknar Fjarðareldis ehf. um að stunda fiskeldi í Skutulsfirði.

Hafnarstjórn bendir á að umrætt svæði er mjög nálægt siglingaleið smábáta og óskar eftir því að leitað verði álits Eldingar félags smábátasjómanna á Ísafirði á þessu máli.  Að öðru leiti gerir hafnarstjórn ekki athugasemdir við málið.

Hafnarstjórn tekur undir með umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar að ákvarðanir um svona mál verði færðar heim í hérað.

 

3.      Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar  2013.  2011-11-0019.

Umræður og ákvarðanir um hækkun gjaldskrár fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar árið 2013.

Hafnarstjórn samþykkir að gjaldskrá hækki almennt um 4 % en aflagjald verði óbreytt.

 

4.      Kaupsamningur vegna dráttarbrautar í Suðurtanga, Ísafirði.   2010-06-0074.

Lagður fram kaupsamningur og afsal vegna sölu Ísafjarðarbæjar á dráttarbrautinni í Suðurtanga, Ísafirði,  til Skipanausts ehf., Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      Umsókn um lóð fyrir bílastæði á Suðureyri. 2012-10-0040.

Erindi frá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar er varðar erindi Elíasar Guðmundssyni, Suðureyri, varðandi rútubílastæði á uppfyllingu ofan til við hafnarhúsið milli þjóðvegar og uppsáturs smábáta.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið, en leggur áherslu á að tryggt verði að þetta skerði ekki aðgengi að skábrautinni við Suðureyrarhöfn eða starfsemi henni tengdri.

 

6.      Gamli olíumúlinn við Ásgeirsbakka, Ísafirði.  2012-10-0004.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera frumkönnun og kostnaðaráætlun varðandi verndun gamla olíumúla við Ásgeirsbakka á Ísafirði, í samræmi við umræður á fundinum og finna verkefninu stað í fjárhagsáætlun.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:25.

 

Gísli Jón Kristjánsson, formaður.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                          

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Kristján Andri Guðjónsson.                                     

Sigurður Hafberg.                 

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?