Hafnarstjórn - 161. fundur - 2. október 2012

1. Lóðaumsókn á Mávagarði, Ísafirði.   2012-09-0080.                    

Erindi frá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar er varðar umsókn rækjuverksmiðjunnar Kampa ehf., Ísafirði, um lóðir A og B á Mávagarði.

Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með að það skuli vera eftirspurn eftir byggingalóðum og gerir ekki athugasemdir við úthlutun lóða A og B til Kampa ehf.

 

2. Hafnasambandsþing 2012.   2012-08-0037.

Lagðar fram bókanir og samþykktir hafnasambandsþings sem haldið var í Vestmannaeyjum 20. og 21. september síðastliðinn.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Skemmtitferðaskip til Ísafjarðar sumarið 2012.   2011-01-0034.

Erindi hafnarstjóra varðandi komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar 2012 og horfur og forbókanir fyrir árið 2013.

Fram komur í erindi hafnarstjóra að 32 skip hafi komið til hafnar af 34 skipum, sem skráð voru og tekjur hafi verið rúmar 32 miljónir króna. Einnig kom fram hjá hafnarstjóra að 38 skip eru skráð til hafnar á næsta ári og farþegafjöldi aukist um tíu þúsund manns þar sem farþegafjöldi fer úr 30.000 manns í 40.000.  

Hafnarstjórn leggur áherslu á að það verði að bregðast við þessum aukna fjölda skipa og fólks og styrkja innviðina. Hafnarstjórn telur brýnt að hafinn verði undirbúningur að dýpkun Sundanna á Ísafirði, til að geta bæði aukið tekjur sínar, sem og veitt tilhlýðilega þjónustu. Jafnframt bendir hafnarstjórn hinum almenna bæjarbúa á þá möguleika sem þessi aukning skemmti-ferðaskipa getur haft og hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að nýta sér þá.

 

4. Önnur mál

a)      Hafnarstjórn ræddi um væntanlegar gjaldskrár fyrir árið 2013. Einnig var rætt um innheimtumál. 2011-01-0034.

 

b)      Hafnarstjórn leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í að byggja landstöpul fyrir flutning flotbryggju að Sundabakka. 2012-08-0039.

 

c)      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að athuga hugmyndir um varnir við Olíumúla í samræmi við umræður á fundinum. 2012-10.0004.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 13:15.

 

Gísli Jón Kristjánsson.                                  

Kristján Andri Guðjónsson.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                              

Guðmundur M. Kristjánsson.                       

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?