Hafnarstjórn - 158. fundur - 29. febrúar 2012

1.  Lóðaumsókn Lindarfoss ehf. 2012-02-0011.                                        

Erindi frá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vegna lóðarumsóknar Lindarfoss ehf., þar sem óskað er eftir lóð með aðgengi að hafnarsvæði.

Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum frá umhverfisnefnd.

 

2.  Veðurstöð á Mávagarði, Ísafirði. 2011-01-0034.                                              

 Erindi frá hafnarstjóra er varðar tilboð í veðurstöð frá Vista  að upphæð kr. 934.640.-  og frá MogT að upphæð kr. 1.120.745.-.  Í báðum tilfellum eru tilboðin án uppsetningar.

Hafnarstjórn leggur til að tilboði Vista verði tekið.

 

3.  Hafnasamband Íslands.

Lögð fram fundargerð frá síðasata fundi Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 17. febrúar sl., ásamt ársreikningi Hafnasambandsins fyrir árið 2011.

Lagt fram til kynningar.

   

4.  Samb. ísl. sveitarf. - Viðurkenning Evrópuráðsins til strandbæja. 2012-02-0069.

Erindi frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. móttekið 20. febrúar sl., þar sem fjallað er um að Evrópuráðið ætlar að veita strandbæjum, sem hafa staðið sig vel    í uppbyggingu, sérstaka viðurkenningu.  Hjálagt er bréf frá The Congress of the Council of Europe, dagsett 6. febrúar 2012.

Lagt fram til kynningar og hafnarstjóra falið að athuga með að svara verkefninu þrátt fyrir að fyrirvarinn sé stuttur.

               

5.  Önnur mál.  2009-02-0084. 

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að settur verði á stofn starfshópur, sem gerir tillögur um framtíðarskipulag sportbátaaðstöðu í Pollinum.

Lagt er til að starfshópurinn taki mið af framtíðaráformum sportbátahafnar og sjóvörnum á Ísafirði.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kr. 13:15.

 

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                      

Marzellíus Sveinbjörnsson.                

Barði Önundarson.                                                                 

Kristján Andri Guðjónsson.

Jóhann Bjarnason.                                                                 

Guðmundur M. Kristjánsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?