Hafnarstjórn - 154. fundur - 6. september 2011

1.      Erindi frá Umhverfisnefnd. 2011-08-0021.                                                           

Mál frá Umhverfisnefnd dagsett 1. september sl., þar sem óskað er athugasemda vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á Ásgeirsbakka, Ísafirði.

Hafnarstjórn fagnar því að byggt verði á þessum reit (1a), en hafnar framkominni tillögu varðandi breytingar á deiliskipulagi er snýr að lóð inn á Ásgeirsbakka, Ísafirði. Lóðarmörk verði í sömu línu og aðrar byggingar, sem nú þegar standa við Ásgeirbakka.

Einnig bendir hafnarstjórn á að fjaran neðan safnasvæðis á Suðurtanga er friðuð og ekki verði um neinar framkvæmdir þar að ræða, s.s. gerð varnargarða vegna sjávarágangs.

 

2.     Sjóvarnarskýrsla.  2011-07-0053               

Erindi frá Siglingastofnun þar sem óskað er eftir áliti er varðar áætlun um sjóvarnir. Í meðfylgjandi gögnum eru yfirlitsmyndir yfir væntanleg verkefni og þau verkefni, sem lokið hefur verið við.

Að sögn hafnarstjóra er um að ræða verkefni, sem verið hafa á áætlun undanfarin ár, en ekki um nein ný verkefni að ræða.

Sérstaklega var rætt um flóðavörn við Pollgötu á Ísafirði og vísar hafnarstjórn í fyrri ályktanir varðandi grjótvörn á Torfnesrifi í átt að Olíumúla á Ísafirði og leggur til að hafnar verði viðræður við Siglingastofnun og Vegagerðina um útfærslu framkvæmdanna.

Hafnarstjórn telur einnig brýnt að lagfærð verði sjóvörn samhliða dráttarbrautinni á Suðurtanga á Ísafirði, þar sem núverandi sjóvörn hefur rutt fram jarðvegi og hamlar starfsemi dráttarbrautarinnar.

Hafnarstjóri greindi frá því að hafin væri vinna við sjóvarnir á Flateyri.

 

3.      Framkvæmdir 2012. - Tillögur hafnarstjórnar.  2011-06-0058.

Tillögur hafnarstjórnar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir 2012 samkvæmt samgönguáætlun.

Hafnarstjórn ráðgerir að farið verði í eftirfarandi framkvæmdir: Lagnir og þekja á Mávagarði, Ísafirði, endurnýjun stálþils á löndunarkanti á Suðureyri og endurnýjun innsiglingarmerkja í Sundunum í Skutulsfirði. Einnig uppsátur fyrir smábáta, þ.e. skáplan 5x20 metra, áætluð staðsetning við syðri enda Sundabakka á Ísafirði.

 

Hafnarstjóri greindi frá því að líkast til verða breytingar á hafnarlögum samþykktar á septemberþinginu 2011 og verða þá dýpkunarframkvæmdir styrkhæfar að nýju þannig að auknir möguleikar ættu að vera að fá fjármagn í dýpkun Sundanna í Skutulsfirði.

   

4.   Göngustígur frá Dokkubryggju að miðbæ Ísafjarðar.  2010-01-0028.

Tillaga frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, varðandi hugsanlega gönguleið  ferðamanna frá Dollubryggju að miðbæ Ísafjarðar. Flestar lóðir eru í eigu Ísafjarðarbæjar og búið að ræða við aðra aðila, sem eiga lóðir þarna að. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að hún sé unnin í sátt við þá aðila sem málið varðar.

 

5.  Önnur mál.

  • Rætt um söluferli á dráttarbrautinni í Suðurtanga og skýrði hafnarstjóri frá stöðu þess máls.   2010-06-0074.
  • Rætt um möguleika á annarri flotbryggju í bátahöfninni við Olíumúlann á Ísafirði. Nokkur kostnaður er við að koma upp slíkri bryggju, en hafnarstjóri telur möguleika á að fjármagna slíka framkvæmd með hafnargjöldum, sem fást með aukinni nýtingu, þ.e. fleiri skútum. Hafnarstjórn fól hafnarstjóra að skoða málið og meta þörfina til framtíðar.
  • Hafnarstjóri greindi frá því að heildarfjöldi skemmtiferðarskipa á þessu ári er 31 skip alls 830 þús. brúttótonn og farþegafjöldi 21.400. Fyrir næsta ár er búið að bóka 32 skip, 1.017 þús. brúttótonn, farþegafjöldi áætlaður 24.000.
  • Rætt um ástandið á Olíumúlanum og þá slysahættu sem þar hefur skapast. Hafnarstjóra falið að gera viðeigandi ráðstafnir og vinna málið í samráði við forstöðumann umhverfis- og eignasviðs.
  • Rætt um vettvangsferð hafnarstjórnar og ákveðið að hún verði farin laugardaginn 15. október nk.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:05.

 

Gísli Jón Kristjánsson, formaður.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                       

Marzelíus Sveinbjörnssonn.

Kristján Andri Guðjónsson.                                                   

Sigurður Hafberg.                  

Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?