Hafnarstjórn - 153. fundur - 19. maí 2011

Mætt eru Gísli Jón Kristjánsson, formaður, Guðfinna Hreiðarsdóttir, varaformaður, Elías Oddsson,  Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.

Sigurður Hafberg boðaði forföll en Jóhann Bjarnason mætti í hans stað.

 

1.      Erindi frá umhverfisnefnd.  - Leyfi fyrir smáréttarvagn.          2011-04-0050.

Mál frá Umhverfisnefnd þar sem Helgi Kr. Sigmundsson og Hreinn Þorkelsson  sækja um leyfi til að staðsetja smáréttarvagn á hafnarsvæðinu gengt Mjósundi.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við Helga og Hrein varðandi staðsetningu á Smáréttavagningum. Hafnarstjórn lýst vel á hugmyndina, en bendir á að svæðið er mikið athafnasvæði og beri að taka sérstakt tillit til þess. Betra verður að staðsetja vagninn norðanmegin á harðviðarbryggju eða á horninu við inngang að Sindrabergshúsinu.

 

2. Sindragata 1, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi. 2011-03-0032.

Erindi frá umhverfisnefnd vegna umsóknar frá Jóni Guðbjartssyni fh. Kampa ehf., þar sem sótt er um leyfi til að stækka húseigninga að Sindragötu 1, Ísafirði, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fram komið erindi.

Lagt fram til kynningar.

 

3.      Minnilsblað hafnarstjóra. - Dýpkun við Mávagarð, Skutulsfirði og í Súgandafirði. 

Fyrir fundinum liggur minnisblað Hafnarstjóra vegna magnaukningar við dýpkun við Mávagarð á Ísafirði og innsiglingarrenna í Súgandafirði, þar sem komið hefur í ljós mismunur á magni sem áætlað var á Samgönguáætlun og þess magns sem ætlað er að dæla upp eftir mælingu á báðum stöðum.

Hafnarstjórn leggur til að farið verði að tillögum hafnarstjóra. Minnisblaðið gerir ráð fyrir því að viðbótarkostnaður verði alls kr. 5.196.168.-, en hlutur hafnarsjóðs er 25%.

 

4.      Önnur mál

Hafnarsjóri skýrði frá því að innanríkisráðherra hefur skipað hann sem formann starfshóps, sem ætlað er að vinna að því að komið verði á strandsiglingum að nýju. Hafnarstjórn fagnar því að strandsiglingar standi til og telur það mikið hagsmunamál bæði fyrir höfnina og fyrirtæki á svæðinu.

 

Hafnarstjórn leggur til að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina vegna hugmynda um að hækka sjóvörn við Pollgötu. Hugað verði að fyrri tillögum hafnarstjórnar um sjóvarnir yfir Pollinn frá Torfunefsrifi í stefnu á gamla olíumúla. Ennfremur mun  uppfylling á Torfunefsrifi skapa mikla möguleika til uppbyggingar við Pollinn.

 

Einnig var rætt um frárennslismál við enda Mávagarðs. Hafnarstjórn hefur áhyggjur af að sú mengun, sem er frá nýrri frárennslislögn muni hafa neikvæð áhrif verði ekkert að gert.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl.16:10.

 

Gísli Jón Kristjánsson, formaður

Guðfinna Hreiðarsdóttir

Elías Oddsson

Kristján Andri Guðjónsson

Jóhann Bjarnason

Guðmundur M Kristjánsson,hafnarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?