Hafnarstjórn - 152. fundur - 8. mars 2011

Mætt eru Gísli Jón Kristjánsson, formaður, Guðfinna Hreiðarsdóttir, varaformaður, Sigurður Hafberg, Kristján Andri Guðjónsson, Þórður Sigurvinsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.

Elías Oddsson boðaði forföll.

 

Dagskrá.

 

1.      Breyting á skipan fulltrúa í hafnarstjórn. 2011-03-0020.          

ErindifráÞorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett 28. febrúar sl., er varðar erindi frá 292.fundi bæjarstjórnar þar sem kemur fram að Albertína Elíasdóttir hefur beðist lausnar sem aðalmaður í hafnarstjórn. Í hennar stað hefur Elías Oddsson verið kjörinn í  hafnarstjórn. Einnig er gerð tillaga um að Gísli Jón Kristjánsson verði kjörinn formaður hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkir framkomana tillögu bæjarstjórnar og óskar Gísla Jóni farsældar, sem formaðnns hafnarstjórnar.

Sigurður Hafberg og Kristjá Andri Guðjónsson óskuðu bókaaða hjásetu sína.

 

2.      Dýpkun Súgandafjarðar og við Mávagarð í Skutulsfirði.          2010-12-0044/            2010-02-0028

Erindi frá Siglingastofnun varðandi samning vegna ,,Dýpkun Ísafjörður og innsigling Súgandafjörður“. Tilboð bárust frá tveimur aðilum en báðum hafnað. Siglingastofnun var falið að ræða við Björgun um lækkun kostnaðar. Fyrir fundinum liggja ný samningsdrög við Björgun, að upphæð kr. 32.872.632.-.

Hafnarstjórn leggur til að gengið verði til samninga við Björgun á grundvelli framlagðra samningsdraga.

Hafnarstjórn leggur til að haft verði sérstakt samráð vegna losunar efnis og reynt verði að dæla sem minnstu efni utan við Brjótinn, en eftir fremsta megni reynt að losa efnið innan við Brjótinn.

 

3.      Minnisblað hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar. - Dýpkun við Mávagarð og í Súgandafirði. 2010-12-0044/ 2010-02-0028

Fyrir fundinum liggur minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra      Ísafjarðarbæjar, dagsett 4. febrúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir framkvæmdum við Mávagarð á Ísafirði og væntanlegri dýpkun innsiglingarennu í Súgandafirði, sem og forgangi og niðurröðun framkvæmda.

Hafnarstjórn óskar eftir að farið verði að tillögum hafnarstjóra til að verkefnið tefjist ekki frekar en orðið er. Ennfremur áréttar hafnarstjórn um mikilvægi þess að farið verði í dýpkun Sundanna í framhaldi af áðurnefndri framkvæmd.

 

4.      Dráttarbraut Suðurtanga 8, Ísafirði. 2010-06-0074.       

      Fyrirfundinum liggja drög að kaupsamningi við Skipanaust ehf., sem byggir á kauptilboði sem Skipanaust gerði í dráttarbrautina kr. 593.500.-.

      Samningsdrögin lögð fram til kynningar

 

5.      Efnistaka úr Skutulsfirði. 2011-02-0108.

Erindi frá umhverfisnefnd dags. 2. mars 2011,  þar sem Kubbur ehf., óskar eftir leyfi til efnistöku úr Skutulsfirði. Fyrir fundinum liggur bréf Orkustofnunar dags. 23. febrúar sl., þar sem óskað er eftir áliti bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar. Hafnarstjórn telur æskilegt að kanna aðra möguleika til efnistöku, m.a. hvort nota megi efni við Skipaeyri í Skutulsfirði sem steypumöl og nýta það ef það er nothæft. Einnig má mögulega nýta efni, sem dælt verður upp við dýpkun innsiglingarennu í Súgandafirði.

 

6.   Fundargerð stjórnarfundar Cruise Europe frá 26. og 27. janúar 2011.

Fyrir fundinum liggur fundargerð frá stjórnarfundi Cruise Europe, sem haldinn var í Kaupmannahöfn dagana 26. og 27. janúar síðastliðinn.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.55.

 

Gísli Jón Kristjánsson, formaður

Guðfinna Hreiðarsdóttir
Sigurður Hafberg

Kristján Andri Guðjónsson

Þórður Sigurvinsson

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?