Hafnarstjórn - 149. fundur - 9. nóvember 2010

Mætt voru Albertína Elíasdóttir formaður, Guðfinna Hreiðarsdóttir varaformaður. Gísli Jón Kristjánsson, Sigurður Hafberg , Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri sem ritar fundargerð.



1.  Dráttarbrautin Suðurtanga.  2010-06-0074


Erindi varðandi sölu á dráttarbrautinni á Suðurtanga, Ísafirði..


Til fundarins er boðaður Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson framkvæmdastjóri Skipanausts á Ísafirði.


Aðalsteinn Ómar lagði fram bréflega ástandslýsingu og framtíðaráformum varðandi dráttarbrautina. Fyrir liggur að vilyrði var komið fyrir fjármagni til endurbyggingar á dráttarbrautinni. AÓA víkur af fundi kl. 17:20


Hafnarstjórn leggur til að dráttarbrautin verði seld Skipanausti. Dráttarbrautin verði seld samkvæmt ákveðnum fyrirvörum sem ræddir voru. Hafnarstjóra er falið að láta útbúa samningsdrög í samræmi við umræður á fundinum.



2.   Grjótgarður við gamla slipp á Suðurtanga, Ísafirð.  2010-09-0079


Erindi frá Umhverfisnefnd frá 13. september sl. er varðar fyrirhugaða lengingu á grjótvarnargarði við aðstöðu Sæfara á Suðurtanga, Ísafirði. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að garðurinn verði lengdur, að því gefnu að lengingin nái ekki út fyrir línu dregna samsíða stefnu Ásgeirsbakka miðað við innra horn þekju. Sömuleiðis er mikilvægt að framkvæmdin ná ekki þannig að dráttarbraut, að aðkoma að henni skerðist. Hafnarstjórn óskar eftir því að samráð verði haft við stjórnendur Byggðasafnsins er varðar aðgæslu við dráttarbraut.



3.  Hafnasamband Íslands, hafnarsambandsþing.  2010-08-0029


 Ályktanir  frá Hafnasambandsþingi sem haldið var í Stykkishólmi dagana 23 og 24 september 2010.  Lagt fram til kynningar.



4.   Fjárhagsáætlun  ársins 2011 og gjaldskrár.


Tillögur frá hafnarstjóra um verkefni, sem verða á framkvæmdaáætlun 2011, þar sem kemur fram, að samkvæmt samgönguáætlun verði unnin eftirfarin verkefni.


Lokið verði við gerð hafnaraðstöðu við Mávagarð á Ísafirði. Dýpkun við Mávagarð 9 metra viðlegudýpi. Dýpkun innsiglingar á Súgandafirði. Endurnýjun stálþils á löndunarkanti á Suðureyri Súgandafirði. Bygging skábrautar á Ísafirði.


Hafnarstjórn ítrekar fyrri ályktanir, um að farið verði í og gerð áætlun um dýpkun innsiglingarennu í Sundunum á Ísafirði.




Fleira ekki gert  og fundi slitið kl. 18:30


Albertína Elíasdóttir 


Guðfinna Hreiðarsdóttir  


Gísli J Kristjánsson


Sigurður Hafberg   


Kr. Andri Guðjónsson.    


Guðmundur M. Kristjánsson





Er hægt að bæta efnið á síðunni?