Hafnarstjórn - 148. fundur - 25. ágúst 2010

Mætt eru Albertína Elíasdóttir, formaður, Guðfinna Hreiðarsdóttir, varaformaður, Gísli Jón Kristjánsson, Sigurður Hafberg , Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.



1. Þorskeldi í Dýrafirði.  2010-07-0063


 Erindi frá Álfsfelli ehf. Þar sem óskað er eftir að útvíkka leyfi til þorskeldis og það nái einnig til kvíaeldis í Dýrafirði. Einnig fylgir erindinu bréf Fiskistofu dagsett 21.06.2010 þar sem óskað er umsagna um málið.


 Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að Álfsfelli verði veitt leyfi til þorskeldis í Dýrafirði.



2. Dráttarbrautin á Suðurtanga, Ísafirði.  2010-06-007


 Erindi frá bæjarráði dagsett 23.08.2010  vegna tilboða sem bárust í dráttarbrautina á  Suðurtanga, Ísafirði, en hún var auglýst til sölu í lok júlí og tilboðsfrestur gefinn til 15. ágúst sl. Tvö  tilboð bárust í dráttarbrautina. Skipanaust ehf. bauð kr. 593.500.- og Kjartan J. Hauksson bauð kr. 550.000.-. Einnig fylgir verðmat Tækniþjónustu Vestfjarða dagsett 24. ágúst 2010.


 Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.



3.  Hafnasambandsþing 2010.  2010-08-0029


 Erindi frá Hafnasambandi Íslands dagsett 16. ágúst 2010, þar sem óskað er eftir að aðildarhafnir sambandsins tilnefni fulltrúa á Hafnasambandsþing, sem haldið verður í Stykkishólmi dagana 23. og 24. september nk.


 Hafnarstjórn tilnefnir Kristján Andra Guðjónsson og Gísla Jón Kristjánsson, sem aðalfulltrúa og til vara Albertínu Elíasdóttur og SigurðHafberg.


 


4. Samgönguáætlun 2011-2014.  2010-01-0083


 Erindi frá Siglingastofnun dagsett 12.08.2010, þar sem óskað er eftir tillögum um verkefni á Samgönguáætlun 2011-2014. Meðfylgjandi er sundurliðuð samantekt hafnarstjóra um þau verkefni sem sótt verður um.


 Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að senda inn tillögur að væntanlegum verkefnum, sem lagðar voru fram til kynningar á fundinunm.



5. Önnur mál.


 a. Borist hefur erindi frá Geir Sigurðssyni fh. Vegagerðarinnar, þar sem óskað er eftir að fá að setja vegrið inná bátahöfnina við Pollgötu. Vegriðið mun ná u.þ.b. 15 metra inná höfnina.


 Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að vegrið verði sett inná bátahöfn, þar sem það mun skapa öryggi fyrir vegfarendur.



 b. Hafnarstjórn ákveður að hittast sérstaklega á haustdögum til að fjalla um framtíðarstefnu hafnarinnar í sem víðustum skilningi.





Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:00.





Albertína Elíasdóttir, formaður.


Guðfinna Hreiðarsdóttir.


Gísli Jón Kristjánsson.


Sigurður Hafberg.       


Kristján Andri Guðjónsson.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?