Hafnarstjórn - 144. fundur - 10. desember 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Jón Kristjánsson, Gunnar Þórðarson, Kristján Andri Guðjónsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.



1. Fyrirhuguð hækkun aflagjalds í Ísafjarðarbæ 2010.  (2009-09-0021)


Tekið fyrir bréf Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. dags. 25. nóvember 2009 þar sem fjallað er um fyrirhugaða hækkun aflagjalds úr 1,3 % í 1,5 % á árinu 2010.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að svara erindinu.





2. Hækkun á aflagjöldum í Ísafjarðarbæ 2010.  (2009-09-0021)


Tekið fyrir bréf Kampa ehf. dags. 26. nóvember 2009 þar sem fjallað er um fyrirhugaða hækkun aflagjalds úr 1,3 % í 1,5 % á árinu 2010.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að svara erindinu.





3. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2010.   (2009-09-0021)


Tekin fyrir að nýju gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010. 


Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að aflagjald á árinu 2010 verði 1,4 % af heildar aflaverðmæti í stað 1,5 %, er áður hafði verið lagt til.


Kristján Andri sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.


Eftirfarandi fjárfestingar voru felldar úr fjárhagsáætlun 2010 við fyrri umræðu.


? Olíumúli, lagfæring á bryggju.


? Dýpkun á innsiglingarennu.


? Ásgeirsbakki, vegna farþegaskipa.


? Endurbygging löndunarbryggju á Suðureyri.





4. Önnur mál.


- Hafnarstjórn fyrirhugar að hitta helstu viðskiptavini hafnarinnar á nýju ári.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:40.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gunnar Þórðarson.  


Gísli Jón Kristjánsson.


Kristján Andri Guðjónsson.  


Jóhann Birkir Helgason,  sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?