Hafnarstjórn - 142. fundur - 26. október 2009

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Hafsteinn Ingólfsson, sem varamaður Gísla Jóns Kristjánssonar er boðaði forföll. Jafnframt Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, er ritaði fundargerð.Dagskrá:


1. Skipun hafnarstjórnarmanns. 2009-10-0037.Erindi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Afsögn Níels R. Björnssonar úr hafnarstjórn og skipun Gunnars Þórðarssonar í hans stað.


Einnig bréf Níels R. Björnssonar og Friðbjörns Óskarssonar til bæjarstjóra, þar sem gerð er athugasemd við boðun á 141. fund hafnarstjórnar.


Gunnar Þórðarson boðinn velkomin í hafnarstjórn og er hann kosinn samhljóða varaformaður í hafnarstjórn.


Bréf Níels og Friðbjörns lagt fram til kynningar og hafnarstjóra falið að svara því.2. Hraðfrystihúsið Gunnvör. 2009-10-0038.


Erindi frá Kristjáni G. Jóhannssyni, stjórnarformanni Hraðfrystihússins Gunnvarar, dagsett 13. október sl., vegna bókunar hafnarstjórnar á 141. fundi er varðar samantekt á áhrifum strandveiða.


Hafarstjórn þakkar fyrir bréfið. Hafnarstjórn vill taka fram að einungis er verið að álykta um auknar tekjur, en tekur ekki afstöðu til fiskveiðastjórnunarkerfisins sem slíks. Hafnarstjórn vill ennfremur að stutt verði við frumkvöðlastarf í sjávarútvegi svo sem fiskeldi. Hafnarstjórn fagnar öllum tækifærum í nýsköpun sem koma til með að auka tekjur hafnarsjóðs.3. Gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar 2010. - Fjáhagsáætlun 2010.  2009-09-0021.


Hafnarstjórn ákveður að bryggjugjald, lestargjald, hafnsögujöld og vörugjöld hækki um 4,5% , rafmagn til skipa hækki um 7,5%, en aðrir gjaldskrárliðir hækki um 6%. Aflagjald hækki úr 1,3% í 1,5%.


Tillögur til fjárhagsáætlunar samþykktar. 


Helstu verkefni ársins eru eftirfarandi.


1. Suðureyri: Dýpkun innsiglingarrennu 10.000 rúmmetrar kr. 8,4 milj. ríkishl. 75%.


2. Suðureyri: Endurbygging löndunarbryggju 60 mtr. kr. 44,0 milj. ríkishluti 60%.


3. Ísafjörður: Mávagarður stálþilsbryggja 60 metrar, olíubyrgðarstöð viðlegudýpi 9 metrar kr. 72,0 milj. ríkishluti 60%.


4. Ísafjörður: Dýpkun við Mávagarð kr. 16,0 milj. ríkishl 75%.


5. Ísafjörður: Olíumúli lagfæring á bryggju upphaflega kr. 59,0 milj. ríkishluti 60%.


6. Ísafjörður: Dýpkun innsiglingarrennu "viðhaldsdýpkun" kr. 60 milj. ríkishl.75%.


Samtals hlutur Ísafjarðarbæjar í framkvæmdum kr. 91 millj.4. Önnur mál


Hafnarstjórn áréttar fyrri ályktanir varðandi varnir við Pollgötu á Ísafirði og leggur til að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um framtíðarplön á Pollinum í því samhengi.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 14:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gunnar Þórðarson.     


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Kristján Andri Guðjónsson.    


Hafsteinn Ingólfsson. 


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?