Hafnarstjórn - 140. fundur - 6. maí 2009

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Níels Björnsson og Gísli Jón Kristjánsson. Aðalmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi og er Jóhann Bjarnason, varamaður, mættur í hennar stað.  Fundinn sat jafnframt Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri og ritaði fundargerð.


Kristján Andri Guðjónsson var fjarverandi og varamaður hans einnig.Dagskrá1. Færanlegt hús á hafnarsvæði.  2009-04-0029


Erindi frá iðnaðarráðuneyti dagsett 21. apríl sl., vegna umsóknar um styrk til byggingar og aðstöðusköpunar til móttöku farþega skemmtiferðaskipa. Í bréfinu kemur fram að Höfnum Ísafjarðarbæjar var úthlutað  kr. 5 milljónum í styrk til byggingar á færanlegu húsnæði.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga frá samningi við iðnaðarráðuneytið og hefja undirbúning að framkvæmdum og leita leiða til að fjármagna mótframlag hafnarinnar.2. Umsókn um lóð við Sindragötu 15 á Ísafirði.   2009-02-0094


Erindi frá umhverfisnefnd vegna umsóknar á lóðinni Sindragötu  15, Ísafirði, sent inn af Birgittu Baldursdóttur fh. Spýtunar ehf., Ísafirði, þar sem óskað er eftir byggingarlóð að Sindragötu 15, Ísafirði. Umsóknin er um lóð undir atvinnuhúsnæði. Umsóknin er breyting á fyrri umsókn, þar sem sótt var um lóðina númer 13 A við Sindragötu. Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn hafnarstjórnar á erindinu. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við innsent erindi og mælir með að lóðinni verði úthlutað til Spýtunnar ehf.,  með þeim skilmálum er um slíka úthlutun gildir.3. Ráðstefnan Port cities: The godsend of tourism.


Erindi frá hafnarstjóra þar sem greint er frá ráðstefnu, sem haldin verður í Reykjavík 18. og 19. júní nk. Ráðstefnan er um þróun byggðar á hafnarsvæðum með tilliti til aukinnar ferðaþjónustu hafna. Þetta er alþjóðleg ráðstefna haldin á vegum AIVP í samstarfi við Faxaflóahafnir og Reykjavíkurborg.


Hafnarstjórn mælir með að hafnarstjóri sæki ráðstefnuna.Önnur mál.


Hafnarstjóri kynnti áform um flotbryggju í bátahöfn á Ísafirði, sem samanstendur úr gömlu florbryggjunni á Flateyri eftir að gert hafi verið við flotholtin.


 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:45.


Svalaug Guðnadóttir, formaður.


Níels Björnsson.


Gísli Jón Kristjánsson.  


Jóhann Bjarnason.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?