Hafnarstjórn - 139. fundur - 10. mars 2009

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Jón Kristjánsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð. Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur Ísafjarðarbæjar, situr einnig fundinn. Níels Björnsson aðalfulltrúi fjarverandi og varamaður hans einnig.



Dagskrá.


1. Aðstaða fyrir Sportbáta í Ísafjarðarhöfn.  2009-02-0084



Erindi frá bæjarráði dagsett 2. mars sl., vegna erindis frá Jóni Ólafi Sigurðssyni og Halldóri Sveinbjörnssyni fyrir hönd eigenda sportbátabryggju í Sundahöfn á Ísafirði. Með erindinu fylgir bréf Jóns Ólafs og Halldórs dagsett 24. febrúar 2009, þar sem rakin er forsaga erindisins.


Hafnarstjórn telur í ljósi aðstæðna að hafnir Ísafjarðarbæjar eigi og reki að fullu slíka aðstöðu. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að athuga hjá innflutningsaðilum og hugsanlegum innlendum framleiðendum með tilboð í flotbryggju með básum fyrir 20 báta.


Hafnarstjórn óskar eftir því að gert verði ráð fyrir fjármagni í framkvæmdina við næstu endurskoðun fjárhagsáætlunar.



2. Umsókn um lóð við Sindragötu 13A á Ísafirði.  2009-02-0094


Erindi frá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar á lóðinni Sindragötu 13A á Ísafirði, frá Magnúsi H Jónssyni, Ísafirði. Lagt fram bréf, dags. 20. febrúar sl., frá  Magnúsi H. Jónssyni f.h. Spýtunnar ehf., þar sem sótt er um lóðina Sindragata 13A, Ísafirði, fyrir atvinnuhúsnæði.  Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn hafnarstjórnar á erindinu.


Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að lóðinni verði úthlutað.



 Önnur mál.


a. Hafnarstjóri skýrði frá fundi sem hann og formaður hafnarstjórnar ásamt bæjarstjóra áttu með samgönguráðherra og starfsfólki ráðuneytisins, þar sem viðraðar voru framtíðaráætlanir hafnarinnar varðandi sjóvarnir við Pollgötu á Ísafirði og dýpkun innsiglingarinnar inn á pollinn á Ísafirði. Einnig var rætt um verkefni á samgönguáætlun er varðar hafnahlutann og þau verkefni sem frestað er vegna efnahagsástands. Kom fram hjá ráðherra að gildandi samgönguáætlun 2007 til 2010 væri sú áætlun sem miða ætti við þó að henni hafi verið kippt úr sambandi tímabundið.



b. Hafnarstjóri fór yfir þróun rekstrar og tekna hafnarinnar á Power point frá stofnun Hafna Ísafjarðarbæjar 1996 til ársins 2009, þar sem kemur fram að tekjur hafi aukist þrátt fyrir minni landanir afla. Aukningin er kominn til vegna fjölgunar og stækkunar skemmtiferðaskipa.



c. Hafnarstjóri skýrði frá að tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin 10. og     11. apríl nk.


Hafnarstjórn veitir góðfúslegt leyfir fyrir notkun skrifstofu sem fjölmiðlaseturs og allri þeirri aðstöðu sem höfnin getur látið af hendi til styrktar verkefninu.



d. Hafnarstjóri skýrði frá að sótt hafi verið um styrki annars vegar til Ferðamálastofu til bættrar aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa og hins vegar  til iðnaðarráðuneytis vegna bættrar aðstöðu til móttöku skemmtiferðaskipa.


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:30.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gísli Jón Kristjánsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Kristján Andri Guðjónsson.


Jóhann Birki Helgason, bæjartæknifræðingur. 


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?